Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 22
22 neðanverðu. En austur-af honum eru mýrardrög, og sér þar til gamalla veitustokka. Hefir mýrin hlotið nafnið Veitan (41) af þeim jarðabótum. En austar er Langi-bakki (42), og er hann að blása. Hrafnárnar, stóra og litla, renna með-fram Þríhyrningi að austan og falla í Fiská; fellur hún svo fram með honum að norðvestan. Takmarka þessar ár hann á tvær hliðar, en verða ekki taldar hér með örnefnum hans. Við Hrafná, norðvestur-af Langa-bakka, er smáskúti fyrir kindur, er nefnist Lága-ból (43). Smérbrekkur (44) heita smá-grastorfur austan á móti í fjallinu. En ekki er hægt að segja, að smjör drjúpi af þeim nú; smá-giljaskorningar liggja í gegnum þær. Niður-af þeim, en suður-af Veitunni, er Þorleifsstaðaból (45). Það er allstórt, tekur um 100 fjár; voru þar hafðar kindur frá Þorleifsstöðum, einkum framan-af vetri, fram á síðustu ár. Ummæli eru á því bóli, að ekki megi moka það út né stinga, þá eigi að verða fjárfellir mikill á Þorleifsstöðum *). Fyrir sunnan Smérbrekkurnar er Hamragilið (46); í því eru tvö ból. Háa-ból (47) efst, sem er allstór gapaskúti, og neðst Nefból (48), á allháu hamranefi; þar lágu kindur öðru hvoru, meðan fé var haft í Þríhyrningi á veturna. Bjallinn (49) er efstur í Fljótshlíðarlandi, næstur gilinu. Mörkin eru á há-Bjallanum, þar sem maður kemur fyrst í Ijós að framan, af Þorleifsstaða-hlaði. Bjallinn er allmikið graslendi, með grónum smágiljum. Fyrir sunnan hann, undir austasta horninu, er Kirkjulœkjar- sel (50); þar var haft í seli frá Kirkjulæk fram á 19. öld. Á þeim stað hyggja margir, að staðið hafi bærinn »Undir Þrihyrningi«, þar er Þorkell bundinfóti nam og byggði fyrstur, og oft getur í Njálu. Var ekki nema eðlilegt, að staðurinn hlyti það nafn, sem hann ber nú, eftir að farið var að hafa þar í seli frá Kirkjulæk. Um niðurtýnslu á nafni eða breytingu var ekki að ræða, þar sem bærinn var í raun- inni nafnlaus áður. Beint upp-af selinu liggur Selsgilið (51), og Sel- hnúkur (52) heitir vestanvert við botn þess, í miðju fjalli. Nokkru sunnar er Bólgil (53); það er allstórt og grasi gróið að neðanverðu. Dregur það nafn af tveimur bólum, sein eru þar hvort gegnt öðru. Heitir annað Tuidyraða-ból (54), því það er opið í báða enda, þótt nú sé raunar annar endi þess fallinn saman, en hitt er nefnt Gapi (55). Áður var haft fé þar frá Kirkjulæk fram-undir jólin. 1) í lok fyrsta tug þessarar aldar, var bólið alveg að fyllast; þá var ekki annað fyrir hendi en að hlaða upp í munnann, eða stinga það út, og var það ráð tekið. Það sama ár urðu fjárskaðar miklir á Reynifelli, hrakti í Vötnin og fennti allt að 180 fjár og týndist. En Reynifells-féð gekk þá alltaf vissan tíma vetrar í Þríhyrningi, og Reynifells-bóndinn átti ítak í Þorleifsstöðunum.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.