Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 23
23
Var þá heyjað þangað í Kirkjulækjarflóðum, sem eru þar skammt
sunnar. Tryppagil (56) heitir næsta gil suður-af Bólgilinu, djúpt
hamragil. Sléttan milli Tryppagils og Tóma-gils (57) heitir Söluabreiða
(58), og nær hún allt suður að Rétthól fyrir sunnan Þríhyrning. Tóma-
gilið skerst djúpt inn í fjallið, að sunnanverðu, upp í efstu brúnir.
Það er geysistórt, með háum hömrum, og er langsamlega mesti gil-
klofningur Þríhyrnings. Enginn gróður er í því né lækjarspræna, og
sennilegt, að nafnið sé dregið af þvi.
Kverkin (59) nefnist slakkinn suðvestan á móti. Þar hafa sumir
látið sér detta í hug, að bærinn »Undir Þríhyrningi« hafi staðið, en
mjög er það ólíkara. Er sennilegt, að þar hafi verið haft í seli frá
Kollabæ, því land það er frá þeim bæ, mörkin í Tóma-gili, milli
Kollabæjar og Kirkjulækjar. Seinna höfðu Kollabæjar-menn sauði
þar, allt framyfir aldamót, og gengu þeir mest úti. Gilið, sem ligg-
ur upp-af kverkinni, heitir Ingiriðargil (60).
Sölvabreiðuöxlin (61) heitir hornið hið syðra, sem liggur upp-af
Kverkinni, fyrir sunnan Flosadal (62). Hann dregur nafn af Brennu-
Flosa, dvöl hans þar eftir Njáls-brennu. Dalurinn liggur á milli vest-
asta hornsins og Sölvabreiðuaxlarinnar. Hann er nú allur blásinn,
þó með nokkru hnjótalífi í vexti. Fyrrum hefir hann verið grasi
gróinn. Sýndu það torfur hátt uppi í Sölvabreiðuöxlinni, er hafa
verið þar allt til þessa; voru þær með bakkabrotum umhverfis, er
voru að brotna og sýndu glöggt þykkt jarðvegsins. Dalurinn hefir
verið feykistór, til að hylja allt fylgdarlið Flosa.
Fjallrani gengur allhátt upp í fjallið að suðaustanverðu, nefndur
Þrihyrningshálsar (63). Á Þríhyrningshálsum var stefnumót brennu-
manna, áður en þeir riðu til brennu Njáls, og þangað. Þá hafa
hálsarnir verið skógi vaxnir. Njáll átti skóg í Þríhyrningshálsum
(Njála). — »Allir komu óvinir Njáls, nema Ingjaldur frá Keldum«.
Grastorfurnar norðvestan á móti, upp-af Engidal, heita einu nafni
Tungur (64). Öngultorfa (65) er syðst, næst hálsunum. Norður-af
henni Hólatungurnar (66), fyrir sunnan Máriuhellagilið (67). Það
skerst niður úr slakkanum í vesturhlíð Þríhyrnings, upp-af, Engidal. Er
það langstærst gil þar, og að nokkru gróið að neðanverðunni. í gil-
inu eru 3 smáskútar, nefndir Máriuhellar (68), og dregur gilið nafn
af þeim. — Áður voru hafðir þarna sauðir frá Kollabæ, og gengu
þeir mest úti í torfunum fyrir ofan. Sagði svo Jónas á Reynifelli
Árnason (d. 1919), að þegar haglaust væri í tungunum, væri alstað-
ar haglaust.
Tungurnar fyrir innan gilið eru kallaðar einu nafni Innstu-
Tungur (69). Þær eru nyrztar í Fljótshlíðarlandi.