Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 23

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 23
23 Var þá heyjað þangað í Kirkjulækjarflóðum, sem eru þar skammt sunnar. Tryppagil (56) heitir næsta gil suður-af Bólgilinu, djúpt hamragil. Sléttan milli Tryppagils og Tóma-gils (57) heitir Söluabreiða (58), og nær hún allt suður að Rétthól fyrir sunnan Þríhyrning. Tóma- gilið skerst djúpt inn í fjallið, að sunnanverðu, upp í efstu brúnir. Það er geysistórt, með háum hömrum, og er langsamlega mesti gil- klofningur Þríhyrnings. Enginn gróður er í því né lækjarspræna, og sennilegt, að nafnið sé dregið af þvi. Kverkin (59) nefnist slakkinn suðvestan á móti. Þar hafa sumir látið sér detta í hug, að bærinn »Undir Þríhyrningi« hafi staðið, en mjög er það ólíkara. Er sennilegt, að þar hafi verið haft í seli frá Kollabæ, því land það er frá þeim bæ, mörkin í Tóma-gili, milli Kollabæjar og Kirkjulækjar. Seinna höfðu Kollabæjar-menn sauði þar, allt framyfir aldamót, og gengu þeir mest úti. Gilið, sem ligg- ur upp-af kverkinni, heitir Ingiriðargil (60). Sölvabreiðuöxlin (61) heitir hornið hið syðra, sem liggur upp-af Kverkinni, fyrir sunnan Flosadal (62). Hann dregur nafn af Brennu- Flosa, dvöl hans þar eftir Njáls-brennu. Dalurinn liggur á milli vest- asta hornsins og Sölvabreiðuaxlarinnar. Hann er nú allur blásinn, þó með nokkru hnjótalífi í vexti. Fyrrum hefir hann verið grasi gróinn. Sýndu það torfur hátt uppi í Sölvabreiðuöxlinni, er hafa verið þar allt til þessa; voru þær með bakkabrotum umhverfis, er voru að brotna og sýndu glöggt þykkt jarðvegsins. Dalurinn hefir verið feykistór, til að hylja allt fylgdarlið Flosa. Fjallrani gengur allhátt upp í fjallið að suðaustanverðu, nefndur Þrihyrningshálsar (63). Á Þríhyrningshálsum var stefnumót brennu- manna, áður en þeir riðu til brennu Njáls, og þangað. Þá hafa hálsarnir verið skógi vaxnir. Njáll átti skóg í Þríhyrningshálsum (Njála). — »Allir komu óvinir Njáls, nema Ingjaldur frá Keldum«. Grastorfurnar norðvestan á móti, upp-af Engidal, heita einu nafni Tungur (64). Öngultorfa (65) er syðst, næst hálsunum. Norður-af henni Hólatungurnar (66), fyrir sunnan Máriuhellagilið (67). Það skerst niður úr slakkanum í vesturhlíð Þríhyrnings, upp-af, Engidal. Er það langstærst gil þar, og að nokkru gróið að neðanverðunni. í gil- inu eru 3 smáskútar, nefndir Máriuhellar (68), og dregur gilið nafn af þeim. — Áður voru hafðir þarna sauðir frá Kollabæ, og gengu þeir mest úti í torfunum fyrir ofan. Sagði svo Jónas á Reynifelli Árnason (d. 1919), að þegar haglaust væri í tungunum, væri alstað- ar haglaust. Tungurnar fyrir innan gilið eru kallaðar einu nafni Innstu- Tungur (69). Þær eru nyrztar í Fljótshlíðarlandi.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.