Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 33
33
var hreppstjóranum, Þorleifi Jónssyni í Hólum, skýrt frá fundinum, og
símaði hann mér skýrslu um hann 16. s. m. — Ey þessi hefir ekki
verið byggð, svo menn viti, enda er hún lítil, og engin munnmæli
voru um neina dys þarna. Eyin er nú ætið nefnd Álögarey, og svo
er nafn hennar stafað á uppdrætti herforingjaráðsins frá 1905, en
vitanlega er hið upphaflega nafn Álöfarey; hefir eyin verið kennd við
konu með því nafni, sennilega einmitt þá hina sömu, er nú sást, að
hér hafði verið grafin. — Álöf er sama og Ólöf.
í ferð til Hamarsfjarðar næsta sumar kom ég við í Höfn um óttuleyt-
ið 1. dag Ágústmánaðar, fór út í Álöfarey og rannsakaði fundarstaðinn.
Hann var nyrzt á eynni, austarlega, mjög skammt frá sjó. Hafði
þarna verið reist nýlega allmikið hús, og var dysin skammt fyrir
norðvestan það. Eptir tilmælum mínum hafði dysin verið hulin aptur,
og hlutir og bein, sem höfðu fundizt, höfðu verið sett í kassa, og
hann hulinn einnig. Var iiú ekki unnt að sjá, hversu beinin hefðu
legið í jörðunni, þegar þau komu fyrst í ljós, en eptir skýrslu hrepp-
stjóra hafði höfuðið snúið í austur og fætur í vestur. Kassinn var
nú tekinn upp og dysin rannsökuð. Þúfa, lág og allbreið, hafði varið
yfir henni, en ekki áberandi, því að jarðvegurinn umhverfis var
dálítið ójafn. Hann er mold ein og sást nú ekki, hverzu víð gröfin
hafði verið í fyrstu, en grunnt hafði hún verið grafin, og var nú vart
meira en l/3 m. frá yfirborði að grafarbotni. Beinin voru fá og mjög
eydd af fúa. Annar lærleggurinn fannst þó nokkurn vegin heill; hann
er 39,3 cm. að I., en hefur verið 39,5 að minnsta kosti og bendir til, að
konan hafi verið um 150 cm. að hæð, þ. e. mjög lág vexti. Bein
hennar önnur eru einnig smágerð, og höfuðkúpan sömuleiðis, 17,5X
12,5 cm., en einkar falleg að lögun. Tennur þær, sem fundust, sýna
háan aldur; hefur konan sennilega komizt yfir áttrætt.
Þegar beinin fundust, lá járnstöng yfir þeim, og greiða fannst
hjá þeim; enn fremur höfðu fundizt, eða fundust við rannsóknina,
fleiri hlutir: Tvær kúptar, tvöfaldar og sporöskjulagaðar bronzispenn-
ur, armbaugur úr gagati eða líku efni, klippur, hnífsblað, tveir hringir
úr járni og tvö járnbrot, sem óvíst er um, úr hverju sé. Skal nú
gripum þessum lýst nokkuð.
Járnstöngin er í 5 brotum, en sennilega vantar ekkert af henni,
hún er 78 cm. að lengd, ferstrend og bein, niðurmjó neðst, um 0,8—
1,2 cm. að þverm. Efri endinn hefir verið gerður mjór og beygður
í hring, svo að þar er nokkurs konar húnn með gati í gegn. Óvíst
er, til hvers þessi stöng hafi verið smíðuð eða notuð, en geta má
þess til, að hún hafi verið eldskörungur, og ekki er heldur allsendis
ólíklegt, að gamla konan hafi notað hann til varnar sér eða stuðnings
3