Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 37
37
5. Dys hjá Gröf á Vatnsnesi.
Presturinn á Melstað, séra Jóhann Briem, og maður nokkur frá
Hvammstanga höfðu skýrt mér frá því, að bein úr manni hefðu
fundizt fyrir skömmu nálægt bænum Gröf á Vatnsnesi. í suðurleið frá
Akureyri kom ég við á Hvammstanga 18. júlí 1935 og ók þaðan að
Gröf samdægurs til að athuga fundarstaðinn.
Nokkur mannsbein, höfuðkúpa o. fl., komu þegar í Ijós; höfðu
verið hulin lauslega aptur, er þau fundust. Var þetta í litlum og
lágum melhól vestur-undan bænum, rétt við aðalveginn út á Vatns-
nesið; mun hafa verið tekin möl úr hólnum til þess að láta í
veginn, er hann var gerður, og kann að vera, að þá hafi einhver
bein farið i hann með; eru nú nokkur ár síðan. Jarðvegur var nær
enginn í hólnum nú, þar sem beinin voru, en hreyfð möl og mold,
dálítið gróin efst, var þó yfir þeim, að eins um x/4 m., og myndaði
dálítið barð, yfir hallandi malarskriðu. Er moldin var hreinsuð ofan-
af, komu nokkur fleiri beinabrot og leggir í ljós, og kjálkabrot suð-
austar, en höfuðkúpan hafði komið í ljós, og fundizt í sumar áður,
norðvestast, um 1 m. frá. Sýndi þetta ljósast, ásamt öðru fleira, að
dys þessi hafði verið grafin upp áður, sennilega fyrir löngu, og
beinin látin niður óreglulega, — eins og í dysjunum hjá Staðartungu
og Enni.
Hin upprunalega gröf hafði ekki verið grafin dýpra en að hinu
móleirsblandaða eða hreina malarlagi, um 3,5 cm. frá núverandi yfir-
borði, og ekki hafði gröfin verið víðari en svo, að líkið virtist hafa
verið sett niður með krepptum fótum. Fótleggirnir, sköflungarnir, fund-
ust báðir, voru saman og sneru eins, í suðaustur — norðvestur.
Nokkrir steinar voru yfir beinunum og sunnan-við þau, eins og meðal-
hleðslusteinar að stærð; hafa þeir sennilega verið umhverfis í dysinni
upphaflega.
Tennurnar bera vott um allháan aldur, sennilega sextugsaldur,
hins dysjaða manns, og virðist hann hafa verið karl, en ekki kona;
verður það helzt ráðið af höfuðkúpunni. Hvorugur sköflunganna er
heill, en þó má fara nærri nm lengd þeirra; þeir virðast hafa verið
37 cm. langir, og maðurinn eptir því um 167 cm. hár.
Um 10—11 járnnaglar og fleiri járnmolar fundust með þessum
beinum; sumir eru með tréleifum við og sumir eru með ró; þeir
virðast kunna vera úr skildi.