Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 39
39
ar-wkrúsarinnar®,1) og höfuðkúpa af manni liggur þar, og við frekari
athugun finn ég lagvopn, tvíeggjað, er stóð í malarstæðunni um 1/í
m. neðan-við grassvörð. Yfir þvi voru nokkrar flatar steinhellur og
slakki í yfirborðið, og benti þetta til, að þarna hefði verið dys. Undir
þessum hellum fannst þó ekkert frekara. Höfuðkúpan var í nokkura
metra fjarlægð þarna frá, enda hafði hún borizt til með því, sem
hrunið hafði. Slakkinn í yfirborðið var um 2V2 m. á lengd og tæpir
2 m. á breidd. Hrossbeinin voru í nokkurra metra fjarlægð þarna frá
og nær því, sem höfuðkúpan fannst. — Annað hefir ekki fundizt á
þessum stöðvum«.
Sennilega hefir spjótið, sem oddurinn fannst af, verið dysjað
með manninum, sem höfuðkúpan er af. Munnmælin um mannabeina-
fundinn benda til, að dysin hafi verið rofin áður, beinin þá komið
upp og síðan horfið, öll nema þetta brot af höfuðkúpunni, er Krist-
ján fann. Líklegt er, að fleiri gripir en þetta veglega spjót eitt hafi
verið lagt með manninum, þótt ekki hafi fundizt nú.
Kristján segir e. fr. í bréfi sínu: »Til athugunar má geta þess,
að staður sá, er þetta fannst á, virðist vera nærri þeim stöðvum, er
þeir börðust Eyfirðingarnir, Böðvar og Bessi, sbr. Valla-Ljótssögu:
»ok fundust á Hrísum upp frá Dalsbæ, milli bæjanna ok Hellu«. —
Þetta er á hreppamótum Svarfaðardals og Árskógshrepps, í melhól
við slakka í hálsinum, upp frá Hálsi, eða á milli bæjanna Hrísa og
Háls — og Hellu«.2)
Frá bardaganum, sem Kristján á við, segir glöggt í sögunni;3)
féllu 6 menn. Bóndinn á Hellu, Narfi Ásbrandsson, var beðinn að
sækja likin. Hefir átt að grafa þau að kirkju, því að þetta mun hafa
verið veturinn 1008-9. Þó er ekki fyrir það að synja, að einhver
hinna föllnu kunni að hafa verið dysjaður á vettvanginum, og þessar
fornleifar standi í sambandi við þennan bardaga.
2. Dysjar hjá Grafargerði á Höfðaströnd.
Haustið 1934 fékk ég óljósar fregnir um, að vegagerðarmenn myndu
um sumarið áður hafa fundið hér mannabein í jörðu, en jafnframt
var talið líklegt, að þau hefðu verið grafin aptur, því að ekkert
hafði fundizt með þeim og þau horfið. Ekki hafði verkstjóri við þessa
1) Svo hafa vegagerðarmenn kaliað grófirnar, sem myndazt hafa þar sem
möl (»grus«) hefir verið tekin í vegi.
2) Raunar milli Háls og Hámundarstaða.
3) Sbr. ísl. fornsögur, II. b., bls. 182—83. — í einu handr. sögunnar stendur
»hjá Hrísum«; mun það raunar réttast. — Dalsbær er nú ekki til, rústir hans
munu sjást, sbr. Kál., ísl. beskr., II., 101. Höf.