Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 41

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 41
41 anna. — Annar lærleggur karlmannsins er heill að lengd, 48,3 cra.,. og má af þeirri lengd ætla, að maðurinn hafi verið um 173 cm. að hæð. Höfuðkúpa hans er 17,5 að lengd og 14 að breidd. Tennur eru allmjög slitnar og má af þeim gizka á, að maður þessi hafi orðið sextugur að aldri. — Hin beinin, sem ætla má af kjálkunum einkum,. að séu kvenmannsbein, eru mjög eydd af fúa og raunar að eins örfá og óheilleg brot, helzt úr höfuðkúpunni. Tennur eru fáar í kjálkabrot- unum og mjög örslitnar. Sjá má e. fr., að sumar tannanna hafa verið farnar úr kjálkunum löngu áður en konan dó, en hún virðist hafa orðið fjör-gömul, sennilega náð níræðisaldri. Þar sem hestur hafði verið dysjaður með konunni, má helzt ætla, að þessi bein séu frá fornöld. Sennilegast verður þá jafnframt, að karlmannsbeinin séu það einnig. Vafalaust hefir verið jarðvegur yfir þeim beinum líka, leiði, en eyðzt, blásið burt, melurinn komið fram við uppblástur. í fornöld hefir þarna að líkindum verið skógur. 3. Dysjar hjá Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd. Sumarið 1932, 16. Júní, fann Jón bóndi Sigurðsson á Tyrðilmýri beinagrind af manni, er hann var að slétta kringum hús sitt á bakka Mýrarár, — nýbýli, er hann nefndi Árbakka. Símaði hann mér 20. s. m. um fundinn. Lagði ég fyrir hann að þekja hann aptur og senda mér skýrslu. Gerði hann það 3. n. m. Kvaðst hann hafa komið ofan-á beinagrindina í hóli, sem hann hefði ætlað að stinga. »Maðurinn hefir sjáanlega verið lagður þarna, því ofan-á líkið hafa verið lagðar stórar hellur, sem ekki fást þarna nærri, en orðið að sækja langt að. — Beinin benda á, að líkið hafi verið lagt sem næst frá norðvestri til suðausturs«, segir Jón í skýrslu sinni. Gripir höfðu engir fundizt. Þótti mér ekki að svo komnu nægileg ástæða til að leggja í langa ferð og mikinn kostnað við rannsókn á þessu einu. Leið svo og beið, unz Jóhann kennari Hjaltason kom síðastliðið vor, 1935, að Tyrðil- mýri til að skrifa þar upp örnefni o. fl.; athugaði hann þá fundar- staðinn og gat um fundinn í örnefnalýsingu sinni á líkan hátt og Jón hafði gjört í skýrslunni, og mæltist síðan til þess í bréfi til mín 10. Maí, fyrir hönd Jóns, að staðurinn yrði rannsakaður. Fól ég þá Jóhanni að aðgæta hann nánar, og taka upp beinin, ef hann yrði einskis annars var á staðnum en þeirra, og senda mér síðan skýrslu um. Svaraði hann aptur 12. dag Ágústmánaðar og hét að framkvæma verkið á næsta hausti. Efndi hann það dyggilega 16. Október og sendi mér hin fundnu bein og greinilega skýrslu um för sína og rannsókn, ásamt bréfi, dagsettu 21. s. m., og öðru, dags. 24. s. m., þar sem.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.