Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 41
41
anna. — Annar lærleggur karlmannsins er heill að lengd, 48,3 cra.,.
og má af þeirri lengd ætla, að maðurinn hafi verið um 173 cm. að
hæð. Höfuðkúpa hans er 17,5 að lengd og 14 að breidd. Tennur eru
allmjög slitnar og má af þeim gizka á, að maður þessi hafi orðið
sextugur að aldri. — Hin beinin, sem ætla má af kjálkunum einkum,.
að séu kvenmannsbein, eru mjög eydd af fúa og raunar að eins örfá
og óheilleg brot, helzt úr höfuðkúpunni. Tennur eru fáar í kjálkabrot-
unum og mjög örslitnar. Sjá má e. fr., að sumar tannanna hafa verið
farnar úr kjálkunum löngu áður en konan dó, en hún virðist hafa
orðið fjör-gömul, sennilega náð níræðisaldri.
Þar sem hestur hafði verið dysjaður með konunni, má helzt
ætla, að þessi bein séu frá fornöld. Sennilegast verður þá jafnframt, að
karlmannsbeinin séu það einnig. Vafalaust hefir verið jarðvegur yfir
þeim beinum líka, leiði, en eyðzt, blásið burt, melurinn komið fram
við uppblástur. í fornöld hefir þarna að líkindum verið skógur.
3. Dysjar hjá Tyrðilmýri á Snæfjallaströnd.
Sumarið 1932, 16. Júní, fann Jón bóndi Sigurðsson á Tyrðilmýri
beinagrind af manni, er hann var að slétta kringum hús sitt á bakka
Mýrarár, — nýbýli, er hann nefndi Árbakka. Símaði hann mér 20. s. m.
um fundinn. Lagði ég fyrir hann að þekja hann aptur og senda mér
skýrslu. Gerði hann það 3. n. m. Kvaðst hann hafa komið ofan-á
beinagrindina í hóli, sem hann hefði ætlað að stinga. »Maðurinn hefir
sjáanlega verið lagður þarna, því ofan-á líkið hafa verið lagðar stórar
hellur, sem ekki fást þarna nærri, en orðið að sækja langt að. —
Beinin benda á, að líkið hafi verið lagt sem næst frá norðvestri til
suðausturs«, segir Jón í skýrslu sinni. Gripir höfðu engir fundizt. Þótti
mér ekki að svo komnu nægileg ástæða til að leggja í langa ferð
og mikinn kostnað við rannsókn á þessu einu. Leið svo og beið,
unz Jóhann kennari Hjaltason kom síðastliðið vor, 1935, að Tyrðil-
mýri til að skrifa þar upp örnefni o. fl.; athugaði hann þá fundar-
staðinn og gat um fundinn í örnefnalýsingu sinni á líkan hátt og Jón
hafði gjört í skýrslunni, og mæltist síðan til þess í bréfi til mín 10.
Maí, fyrir hönd Jóns, að staðurinn yrði rannsakaður. Fól ég þá Jóhanni
að aðgæta hann nánar, og taka upp beinin, ef hann yrði einskis
annars var á staðnum en þeirra, og senda mér síðan skýrslu um.
Svaraði hann aptur 12. dag Ágústmánaðar og hét að framkvæma
verkið á næsta hausti. Efndi hann það dyggilega 16. Október og
sendi mér hin fundnu bein og greinilega skýrslu um för sína og
rannsókn, ásamt bréfi, dagsettu 21. s. m., og öðru, dags. 24. s. m., þar sem.