Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 45
45
íúin. Hryggjarliði og smábein, rif o. fl. vantaði flest. Sum beinin voru
brotin eða höfðu ekki verið heil, er þau höfðu verið látin þarna nið-
ur. Þau virðast vera flest úr 2 fullorðnum karlmönnum, öðrum um
sjötugt, hinum um fimmtugt, og 1 litlu barni. Þau beinin, sem virðast
vera úr yngra manninum, eru raunar líklega úr tveim mönnum, því
að lærleggirnir eru dálítið misjafnir að iengd, og sköflungarnir sömu-
leiðis; eru lærleggirnir 46, 47 og 48 cm. að lengd; virðast þessir
menn því hafa verið um 168—173 cm. háir.
Gryfjan, sem þessi bein hafa verið látin í, virtist, eptir moldinni
að dæma, hafa verið um 1 m. á hvorn veg. — Er gröfin var hreins-
uð vandlega að innan, kom þetta bezt í Ijós, og sömuleiðis lagskipt-
ingin í hólnum umhverfis. Beinin höfðu flest verið látin nær því nið-
ur-við óhreyfða, harða og fasta jörð og all-slétta klöpp. Á klöppinni
og því jarðlagi var umhverfis um 10 cm. þykkt moldarlag, all-hreint,
sennilega forn gróðurmold, en þar næst var gólfskán, mjög blönduð
kolamylsnu og dökkleit, og ofan-á henni var svipað lag með kola-
ögnum i og mjög blandað; þetta lag og gólfskánin var um 25 cm.
að þykkt. Þá tók við lag, álíka þykkt, af rofamold, og efst var um
30 cm. þykkt lag af venjulegri gróðurmold, en rúmir 90 cm. voru
frá yfirborði og niður á klöpp og fasta aurmold. — Virðist hér hafa
verið kofi í öndverðu, þar sem eldur hafi verið kynntur, en löngu
síðar myndaður hóll úr rústinni, og enn síðar grafin gryfja í hólinn,
og beinin látin í hana. — í gröfinni fundust 2 hvít leirílátabrot, ann-
að með skrautverki á. Þau virðast varla eldri en frá fyrri hluta 19.
aldar. Hafa þau að líkindum farið ofan-í gröfina, er beinin voru graf-
in í henni.
Á 14. öld var kirkja á Skáney; er hennar getið í máldagasafninu
í Hítardalsbók, sem prentað er í Fornbréfasafninu, III. bindi; er kirkj-
an þar nefnd Maríukirkja og talin eiga 10 hundruð í heimalandi og
1 kú (sbr. ísl. fornbrs., III., bls. 222). Við sölu Skáneyjar 24. Maí
1384 er kirkjunnar einnig getið, sbr. ísl. fornbrs., III., bls. 320. —
Það er ekki ólíklegt, að bein þessi, er fundust i Gullhól, hafi fyrir
löngu komið upp úr hinum forna kirkjugarði hér við einhvern gröft,
og þá verið grafin aptur niður í Gullhól.
Þau munnmæli voru um Gullhól, að þar væri fólgið gull í jörðu,
og þau álög á, að bærinn á Skáney brynni, væri grafið í hólinn
eptir gullinu.
Ef til vill hafa þessi munnmæli staðið í sambandi við þennan
beinagröft í hólnum, en allt er þó óvíst um það.
Beinin voru flutt til Þjóðmenningarsafnsins.