Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 45

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 45
45 íúin. Hryggjarliði og smábein, rif o. fl. vantaði flest. Sum beinin voru brotin eða höfðu ekki verið heil, er þau höfðu verið látin þarna nið- ur. Þau virðast vera flest úr 2 fullorðnum karlmönnum, öðrum um sjötugt, hinum um fimmtugt, og 1 litlu barni. Þau beinin, sem virðast vera úr yngra manninum, eru raunar líklega úr tveim mönnum, því að lærleggirnir eru dálítið misjafnir að iengd, og sköflungarnir sömu- leiðis; eru lærleggirnir 46, 47 og 48 cm. að lengd; virðast þessir menn því hafa verið um 168—173 cm. háir. Gryfjan, sem þessi bein hafa verið látin í, virtist, eptir moldinni að dæma, hafa verið um 1 m. á hvorn veg. — Er gröfin var hreins- uð vandlega að innan, kom þetta bezt í Ijós, og sömuleiðis lagskipt- ingin í hólnum umhverfis. Beinin höfðu flest verið látin nær því nið- ur-við óhreyfða, harða og fasta jörð og all-slétta klöpp. Á klöppinni og því jarðlagi var umhverfis um 10 cm. þykkt moldarlag, all-hreint, sennilega forn gróðurmold, en þar næst var gólfskán, mjög blönduð kolamylsnu og dökkleit, og ofan-á henni var svipað lag með kola- ögnum i og mjög blandað; þetta lag og gólfskánin var um 25 cm. að þykkt. Þá tók við lag, álíka þykkt, af rofamold, og efst var um 30 cm. þykkt lag af venjulegri gróðurmold, en rúmir 90 cm. voru frá yfirborði og niður á klöpp og fasta aurmold. — Virðist hér hafa verið kofi í öndverðu, þar sem eldur hafi verið kynntur, en löngu síðar myndaður hóll úr rústinni, og enn síðar grafin gryfja í hólinn, og beinin látin í hana. — í gröfinni fundust 2 hvít leirílátabrot, ann- að með skrautverki á. Þau virðast varla eldri en frá fyrri hluta 19. aldar. Hafa þau að líkindum farið ofan-í gröfina, er beinin voru graf- in í henni. Á 14. öld var kirkja á Skáney; er hennar getið í máldagasafninu í Hítardalsbók, sem prentað er í Fornbréfasafninu, III. bindi; er kirkj- an þar nefnd Maríukirkja og talin eiga 10 hundruð í heimalandi og 1 kú (sbr. ísl. fornbrs., III., bls. 222). Við sölu Skáneyjar 24. Maí 1384 er kirkjunnar einnig getið, sbr. ísl. fornbrs., III., bls. 320. — Það er ekki ólíklegt, að bein þessi, er fundust i Gullhól, hafi fyrir löngu komið upp úr hinum forna kirkjugarði hér við einhvern gröft, og þá verið grafin aptur niður í Gullhól. Þau munnmæli voru um Gullhól, að þar væri fólgið gull í jörðu, og þau álög á, að bærinn á Skáney brynni, væri grafið í hólinn eptir gullinu. Ef til vill hafa þessi munnmæli staðið í sambandi við þennan beinagröft í hólnum, en allt er þó óvíst um það. Beinin voru flutt til Þjóðmenningarsafnsins.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.