Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 52
52
vatnsins. í hana innst fellur lítil á, er heitir Skammá (þ. e. Skamma-
á) og er þessi vík kennd við hana, heitir Skammárvík; — ekki
Grettisvik, eins og hún mun hafa verið nefnd nýlega einhvers staðar.
Engin vík í vatninu heitir svo, en vel færi á að gefa litlu víkinni
milli Grettishöfða og Grettistanga það nafn. Upp-af henni er dálítil
hæð; það er hinn litli hóll, sem Kristleifur getur um. Hún er næsta
flöt að ofan og grösug. Þar eru 3 litlar, greinilegar tóttir, og eru
þær nefndar Grettistóttir. Þessar tóttir hefir Kálund ekki vitað um.
— Er Kristleifur segir, að »Grettisskáli blasi við af Svartarhæð«, þá
má ekki skilja það bókstaflega. »Svartarhæð« heitir réttu nafni
Svarta-hæð (oft borið fram Svarthæð, sem eðlilegt er); nafnið »Svart-
arhæð« er á misskilningi byggt, nema errinu hafi verið bætt inn í af
sömu ástæðu í þessu nafni eins og nokkrum öðrum samsettum orð-
um, einkum þar sem lendir saman tveim hljóðstöfum, svo sem t. a.
m. í orðunum landareign og hrævareldur. Svarta-hæð er svo nefnd
af því, að hún er einkennilega svört til að sjá, þegar skuggahlið
hennar snýr að áhorfandanum; er hún all-há og hefur sig mjög á-
berandi yfir heiðarflákana. Hún er aðallega vestan vatnsins og
Grettistóttir eru svo langt frá henni og jafnframt svo lítið áberandi,
eins og auðvitað er, að þær sjást ekki af henni; en Grettishöfði sést.
— Tóttirnar eru 3 og allar litlar. Tvær eru næstar vatninu og
skammt á millli þeirra; þær eru um 5X6 fet að innanmáli, á að
gizka; hin 3. er nokkrum metrum fjær þeim og vatninu, er þeirra
austust; hún er þeirra ellilegust og nokkru stærri en hinar. Einna
yngst að sjá er nyrðri tóttin þeirra tveggja, sem nær eru vatninu;
getur verið, að hún, eða þær báðar jafnvel, stafi frá veiðivist Aðal-
bælinga hér fyr á tímum, að minnsta kosti að nokkru leyti, en þá
mun þó langt síðan, og gamallegar eru þær að sjá nú, enda hefir
veiðimannaskáli Aðalbælinga ætið staðið, svo menn viti til, á tang-
anum norðan vatnsins, þar sem hann er nú, og munu engar sagnir
vera til um það, að hann hafi nokkru sinni staðið austan vatns hjá
Grettishöfða. — Við gátum nú litlum rannsóknum komið við, sökum
illviðris, enda var mjög áliðið kvölds; grófum við þó í allar tóttirnar
prófgrafir og fundum í þeim öllum glögga gólfskán með mannvista-
leifum, svo sem vita mátti. Tel ég óefandi, að hér hafi Grettir hafzt
við, svo sem segir í sögu hans, og er ekki víst, að einungis ein
tóttin sé frá vist hans hér. — Grettistangi er, að því er virðist, nes
það, er hann synti í kafi umhverfis að framan; hefir hann þá senni-
lega synt inn í víkina að norðanverðu við það og komið þeim meg-
in upp. — Hamraskarð það, er hann á að hafa varizt í, virðist hafa
verið í Grettishöfða, og ef til vill er höfðinn beinlínis við hann