Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 53
53
kenndur síðan. Þar eru sums staðar gjögur eða skútar inn í hamr-
ana vestan-í höfðanum, og er þar gott vígi, en um verulegt skarð er
hér ekki að ræða nú, og engin hætta er á því, að gengið yrði að
baki manns, er verðist í einhverju viki í hömrunum. Sums staðar
slúta hamrarnir einnig fram-yfir og verður þar ekki kastað grjóti né
spjóti ofan-frá til manns, er stendur þar inni-undir. Má ætla, að
Grettir hafi tekið tillit til þessa ágæta vígis, er hann valdi sér hér
stað, en jafnframt hefir hann að sjálfsögðu tekið tillit til annara lands-
hátta við vatnið, víkurinnar og nessins eða tangans sunnan-við hana,
og ekki hvað sízt ágætrar vatnslindar, sem kemur upp úr jörðu rétt
norð-austan-við kofatóttirnar og frýs sennilega aldrei; er hún hið
ágætasta vatnsból.
Sennilega hefir Grími Þórhallssyni verið kunnugt um hina tiltölu-
lega góðu staðháttu til útilegu hér, er hann réði Gretti, vini sínum,
að setjast hér að. Hér var hann jafnframt svo nærri byggð og búfjár-
högum, að Grímur og aðrir vinir Grettis gátu veitt honum liðveizlu
á ýmsan hátt, bæði með áhöld og matvæli, og njósnir, eins og sag-
an segir; þegar Grímur varð þess var, að ráðin var aðför að Gretti,
þá gerði hann Gretti orð »ok bað hann vera varan um sik«.
En auk þess, að landshættir og fiskignægð Arnarvatns stóra
benti Grími á þennan stað, hefir sennilega annað orðið til þess jafn-
framt. Kristleifur bendir óbeinlínis á það í grein sinni, er hann segir
um Arnarvatnsheiði: »Þar leituðu líka sekir menn bæði griðastaðar
og matfanga. Má þar til nefna Grím, son Helgu á Kroppi, sem Lax-
dæla segir frá, og Gretti Ásmundsson«. Kálund minntist einnig á
Grim Helgason í sambandi við það, sem hann segir um Gretti og
veru hans á Arnarvatnsheiði: »Efter at Grette var draget bort herfra,
indtoges hans plads af en anden fredlös, Grím fra Kropp i Borge-
fjord« o. s. frv. Fer Kálund hér beinlínis eptir Grettissögu, 62. kap.;
þar segir svo að upphafi; »Litlu síðar en Grettir fór af Arnarvatns-
heiði, kom sá maðr á heiðina, er Grímr hét. Hann var sonr
ekkjunnar á Kroppi. Hann hafði drepit son Eiðs Skeggjasonar ór Ási,
ok varð fyrir þat sekr gerr. Hann settiz nú þar, sem Grettir hafði
áðr verit, ok veiddi vel ór vatninu«. í Laxdælasögu, 57. kap. (útg.
Fornr.-fél. frá 1934), er sagt, að Eiður hafi kveðizt »helzt ætla, at
Grímr ætti bæli norðr á Tvídægru, við Fiskivötn«, og að Þorkell
Eyjólfsson, er ætiaði að fara að Grími og drepa hann, hafi fundið
skála hans »hjá vatni einu miklu«, og siðan séð Grim, þar sem hann
sat »við vatnit, við einn lækjarós, ok dró fiska«. — »ÞorkeIl stigr
af baki ok bindr hestinn undir skálavegginn; síðan gengr hann fram
at vatninu, þar sem maðrinn sat. Grimr sá skuggann mannsins, er