Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 56

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 56
56 þó svo margar verulega glöggar. Við rannsökuðum þær 4—5, er voru glöggastar og virtust áreiðanlega gjörðar a! mannahöndum. Allmargar hellur, sem þar er mikið af, og aðrir steinar, sumir all- stórir, en sumir smáir, virtust haía verið bornir saman, en engin veruleg hleðsla mynduð þó. Er hellurnar voru teknar upp og grjótið tínt burt, var ekki neins staðar annað að finna en gulbrúnan vikur- sand, er fokið hafði í skjól undir þær, og verið þar, ef til vill, áður (að nokkru leyti) en þær voru bornar saman. Við grófum meira og minna ofan i óhreyfðan aurinn, en urðum ekki neins staðar varir við neitt, sem benti til, að hér væri um dysjar manna að ræða. Kann nú að sýnast vafasamt, hversu þessi mannvirki hafi verið í fyrstu, ef til vill á gróinni grundu, eða til hvers gjörð, en ekki virðist mér ósennilegt, að þau stafi frá vist veiðimanna hér og beinlínis silungs- veiði þeirra hér í vatninu, séu nefnilega samanfallin fiskabyrgi. Næsta dag reið ég aptur frá Arnarvatni, þar sem ég var um um nóttina, að Núpsdalstungu, og Benedikt með mér, en ók þaðan síðdegis að Reykjum, og daginn eptir heim. Það mun hafa verið sumarið 1021, að Þórir í Garði fór að Gretti á Arnarvatnsheiði. Skömmu síðar um sumarið fór Grettir af heiðinni og var síðan í ýmsum stöðum næstu ár, fyrst í Fagraskógarfjalli, til vors 1024; var það sumar í Geitlandi og næsta vetur í Þórisdal, en þrjú árin næstu fór hann um Suðurland og Austurland, dvaldi á ýms- um stöðum, og þá mun hann hafa verið um skeið í Öxarnúpi. Sum- arið 1028 kom hann á MöðruvöIIu í Eyjafirði, sbr. 67. kap. Segir að Guðmundur ríki hafi þá gefið honum það ráð, að setjast að í Drang- ey. Guðmundur dó 1025, og hefir það því sennilega verið Eyjólfur halti, sonur hans, sem Grettir hefir leitað til og þegið þetta ráð að. Síðar um sumarið lagðist Grettir út í Sökkólfsdal, skammt frá veg- inum yfir Bröttu-brekku. — Hefir áður verið rætt um í þessum ár- bókum, eins og bent var til hér í upphafi, bæli Grettis í Fagraskóg- arfjalli, Öxarnúpi og Sökkólfsdal. — Síðan fór Grettir norður í Húna- þing og um haustið síðla fór hann og Illugi, bróðir hans, út í Drang- ey. Lauk þar ævi þeirra bræðra haustið 1031, er þeir höfðu verið þar þrjú ár. Ekki segir í sögunni, hvar skáli Grettis stóð í eynni, og ekki er þar lýst landsháttum við skálann, en nokkuð er sagt frá honum í 82. kap., þar sem skýrt er frá því, að þeir, er sóttu að þeim bræðrum, hafi hlaupið upp á skálann og rofið þakið, og að Grettir hafi þá lagt spjóti út á milli viða, síðan hafi þeir rofið um ásendana, og treyst
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.