Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 56
56
þó svo margar verulega glöggar. Við rannsökuðum þær 4—5, er
voru glöggastar og virtust áreiðanlega gjörðar a! mannahöndum.
Allmargar hellur, sem þar er mikið af, og aðrir steinar, sumir all-
stórir, en sumir smáir, virtust haía verið bornir saman, en engin
veruleg hleðsla mynduð þó. Er hellurnar voru teknar upp og grjótið
tínt burt, var ekki neins staðar annað að finna en gulbrúnan vikur-
sand, er fokið hafði í skjól undir þær, og verið þar, ef til vill, áður
(að nokkru leyti) en þær voru bornar saman. Við grófum meira og
minna ofan i óhreyfðan aurinn, en urðum ekki neins staðar varir við
neitt, sem benti til, að hér væri um dysjar manna að ræða. Kann
nú að sýnast vafasamt, hversu þessi mannvirki hafi verið í fyrstu,
ef til vill á gróinni grundu, eða til hvers gjörð, en ekki virðist mér
ósennilegt, að þau stafi frá vist veiðimanna hér og beinlínis silungs-
veiði þeirra hér í vatninu, séu nefnilega samanfallin fiskabyrgi.
Næsta dag reið ég aptur frá Arnarvatni, þar sem ég var um
um nóttina, að Núpsdalstungu, og Benedikt með mér, en ók þaðan
síðdegis að Reykjum, og daginn eptir heim.
Það mun hafa verið sumarið 1021, að Þórir í Garði fór að Gretti
á Arnarvatnsheiði. Skömmu síðar um sumarið fór Grettir af heiðinni
og var síðan í ýmsum stöðum næstu ár, fyrst í Fagraskógarfjalli, til
vors 1024; var það sumar í Geitlandi og næsta vetur í Þórisdal, en
þrjú árin næstu fór hann um Suðurland og Austurland, dvaldi á ýms-
um stöðum, og þá mun hann hafa verið um skeið í Öxarnúpi. Sum-
arið 1028 kom hann á MöðruvöIIu í Eyjafirði, sbr. 67. kap. Segir að
Guðmundur ríki hafi þá gefið honum það ráð, að setjast að í Drang-
ey. Guðmundur dó 1025, og hefir það því sennilega verið Eyjólfur
halti, sonur hans, sem Grettir hefir leitað til og þegið þetta ráð að.
Síðar um sumarið lagðist Grettir út í Sökkólfsdal, skammt frá veg-
inum yfir Bröttu-brekku. — Hefir áður verið rætt um í þessum ár-
bókum, eins og bent var til hér í upphafi, bæli Grettis í Fagraskóg-
arfjalli, Öxarnúpi og Sökkólfsdal. — Síðan fór Grettir norður í Húna-
þing og um haustið síðla fór hann og Illugi, bróðir hans, út í Drang-
ey. Lauk þar ævi þeirra bræðra haustið 1031, er þeir höfðu verið
þar þrjú ár.
Ekki segir í sögunni, hvar skáli Grettis stóð í eynni, og ekki er
þar lýst landsháttum við skálann, en nokkuð er sagt frá honum í 82.
kap., þar sem skýrt er frá því, að þeir, er sóttu að þeim bræðrum,
hafi hlaupið upp á skálann og rofið þakið, og að Grettir hafi þá lagt
spjóti út á milli viða, síðan hafi þeir rofið um ásendana, og treyst