Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 62

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 62
62 um 3 ár síðan, að ég fór að sjá grastægjur hér og þar í berginu, en nú fer þessum gróðri svo ótt fram, að bergið er nú allt að verða með grænum böndum þversum og langsum. Skammt frá króknum, austur á tanganum, er ölduhryggur, sem nefnist Hjallstólpar, og er nafnið tilkomið af fiskhjöllum, sem hafa verið á ölduhryggnum til forna; sést greinilega móta fyrir hjalltóttunum enn-þá; þær eru 12, sem sjást greinilega. Vestan-undir þessum öldu- hrygg er fagur hvammur, sem nefnist Skálahvammur. í honum eru verskálatóttir, og er ein gríðarstór, en þær eru sokknar djúpt í jörðu og sjást ekki eins greinilega og hjalltóttirnar uppi á hryggnum. í þessum Skálahvammi hefir verið mikið húsaþorp; þar sjást 4 húsa- tóttir enn-þá, en fyrir nokkrum árum raskaði ég, því miður, nokkrum af þessum tóttum; ætlaði að gera þarna kartöflugarð, en hætti við það, þvi að það reyndist óvinnandi verk að hreinsa jarðveginn, ná öllu grjótinu upp; það var sokkið svo djúpt niður. Þetta bendir á, að hér hafi verið mikil útgerð til forna, og hefir efalaust margt gerzt hér sögulegt, þótt ekkert sé um það skráð. Það eru til sagnir um það, að Norðlendingar (Þingeyingar) hafi sótt hingað sjóróðra á vetrar- vertíðinni, og sömuleiðis Fljótsdælingar. Lögðu þeir á austuröræfin og komu fram-með Snæfelli, fóru fram Víðidal og komu að Stafafelli í Lóni; er sagt, að þar hafi svo þessir vermenn skipt sér, sumir farið að Hvalnesi, sumir að Horni og sumir í Suðursveit; enda sjást gamlar götuslóðir enn-þá eftir þessa vermenn. Hefir þó alls ekki verið hættulaust að fara þessa leið um miðjan vetur. — í þá daga var allur fiskur hertur og svo fluttur harður norður á sumrin. En hve nær þessar ferðir lögðust niður, það er mér ekki kunnugt. Efalaust hafa orðið hér sjóslys í þá daga. — Ég hitti mann einu sinni á ferða- lagi; hann sagðist hafa fundið í fórum ömmu sinnar langan kvæða- bálk um voðalegt sjóslys hér við Hvalnes, og sé getið um það í þessum kvæðum, að allar konur í Austur-Lóni hafi orðið ekkjur á þeim eina degi, og sé átakanleg lýsing á ástandinu hér á eftir. Síðan hefði maður nokkur frá Hoffelli flutt sig búferlum austur í Lón og kvænzt einni ekkjunni, og kvað hann þann mann vera forföður sinn. En ekki er mér unnt að segja neitt um það, hvort þetta sjóslys hafi orðið hér, þegar Norðlendingar sóttu hér sjó, eða hvort það hafi orðið síðar. Hér í Lóni eru nú engin munnmæli um þetta sjó- slys, og eru þó sagnir hér um ýms slys á síðari tímum. — Ég bað þennan mann um að senda mér afrit af kvæðunum, ef þau væru ekki glötuð, en ég hefi ekkert fengið enn. — Það bendir margt á
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.