Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 62
62
um 3 ár síðan, að ég fór að sjá grastægjur hér og þar í berginu, en
nú fer þessum gróðri svo ótt fram, að bergið er nú allt að verða
með grænum böndum þversum og langsum.
Skammt frá króknum, austur á tanganum, er ölduhryggur, sem
nefnist Hjallstólpar, og er nafnið tilkomið af fiskhjöllum, sem hafa
verið á ölduhryggnum til forna; sést greinilega móta fyrir hjalltóttunum
enn-þá; þær eru 12, sem sjást greinilega. Vestan-undir þessum öldu-
hrygg er fagur hvammur, sem nefnist Skálahvammur. í honum eru
verskálatóttir, og er ein gríðarstór, en þær eru sokknar djúpt í jörðu
og sjást ekki eins greinilega og hjalltóttirnar uppi á hryggnum. í
þessum Skálahvammi hefir verið mikið húsaþorp; þar sjást 4 húsa-
tóttir enn-þá, en fyrir nokkrum árum raskaði ég, því miður, nokkrum
af þessum tóttum; ætlaði að gera þarna kartöflugarð, en hætti við
það, þvi að það reyndist óvinnandi verk að hreinsa jarðveginn, ná
öllu grjótinu upp; það var sokkið svo djúpt niður. Þetta bendir á,
að hér hafi verið mikil útgerð til forna, og hefir efalaust margt gerzt
hér sögulegt, þótt ekkert sé um það skráð. Það eru til sagnir um
það, að Norðlendingar (Þingeyingar) hafi sótt hingað sjóróðra á vetrar-
vertíðinni, og sömuleiðis Fljótsdælingar. Lögðu þeir á austuröræfin
og komu fram-með Snæfelli, fóru fram Víðidal og komu að Stafafelli
í Lóni; er sagt, að þar hafi svo þessir vermenn skipt sér, sumir
farið að Hvalnesi, sumir að Horni og sumir í Suðursveit; enda sjást
gamlar götuslóðir enn-þá eftir þessa vermenn. Hefir þó alls ekki verið
hættulaust að fara þessa leið um miðjan vetur. — í þá daga var
allur fiskur hertur og svo fluttur harður norður á sumrin. En hve
nær þessar ferðir lögðust niður, það er mér ekki kunnugt. Efalaust
hafa orðið hér sjóslys í þá daga. — Ég hitti mann einu sinni á ferða-
lagi; hann sagðist hafa fundið í fórum ömmu sinnar langan kvæða-
bálk um voðalegt sjóslys hér við Hvalnes, og sé getið um það í
þessum kvæðum, að allar konur í Austur-Lóni hafi orðið ekkjur á
þeim eina degi, og sé átakanleg lýsing á ástandinu hér á eftir. Síðan
hefði maður nokkur frá Hoffelli flutt sig búferlum austur í Lón og
kvænzt einni ekkjunni, og kvað hann þann mann vera forföður sinn.
En ekki er mér unnt að segja neitt um það, hvort þetta sjóslys
hafi orðið hér, þegar Norðlendingar sóttu hér sjó, eða hvort það
hafi orðið síðar. Hér í Lóni eru nú engin munnmæli um þetta sjó-
slys, og eru þó sagnir hér um ýms slys á síðari tímum. — Ég bað
þennan mann um að senda mér afrit af kvæðunum, ef þau væru
ekki glötuð, en ég hefi ekkert fengið enn. — Það bendir margt á