Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 68
68
í 7. lið bænarskrár Odds og 15 klerka, dags. 20. júli 1592, er
farið fram á, að prestarnir fái »frij Beneficium og prestssetur*1), og
mun það hafa fengið »náðuga bænheyrslu« árið 15932). í bænarskrá
þessari er einnig minnzt á kostnað þann, er prestarnir hafi haft af
byggingu Landakirkju árið 1573, eins og að ofan getur. Ekki er þar
samt farið fram á endurgreiðslu á honum.
Kirkjunni var ekki séð fyrir neinum föstum tekjum fyr en árið
1606, að samþykkt var gjörð um það af Vestmannaeyingum, að leggja
henni til einn fisk í hverjum róðri af öllum skipum, er gengi þar3).
Þessi kirkja stóð þar til 1627, að hún var brennd af Tyrkjum4).
Var síðan kirkjulaust þar til byrjað var á kirkjubyggingu 22. ágúst
1631. Kirkjan var nú flutt ofar á eyna, frá Löndum. Segir Gísli biskup
Oddsson5), að kirkjan standi á afskektum stað, sem næst á miðri
eynni, og gætu þessi ummæli ekki átt við, ef hún hefði staðið áfram
að Löndum. Annars er hvergi í heimildum beint sagt, að kirkjan
hafi verið flutt frá Löndum, en þaðan mun hún hafa verið flutt og
þangað, sem kirkjugarðurinn er enn6).
í þessu sambandi er rétt að geta þess, að víða í heimildum
um Landakirkju er svo að sjá, að mönnum hafi verið ókunnugt um
flutninginn, og beinlínis sagt, að hún hafi alltaf staðið á sama stað
frá 1573.
Aftan á afriti af samþykktinni frá 16067) segir, að Landakirkja
hafi »alls staðið til datum er nú skrifað, 1744, 171« ár, á þeim stað
bem hún var byggð 1573. Sama er að segja um Nikulás Jónsson í
Fróðholtshól, Sighvat Einarsson frá Skálakoti8) og séra Jón Halldórs-
son í Hítárdal9). Handrit Nikulásar virðist vera afrit af handriti Sig-
hvats. Lauk Sighvatur við að skrifa það árið 1829 að Ofanleiti, en
Nikulás hefur ekki ritað sitt handrit fyr en 1837. Hefur Sighvatur
að líkindum byggt frásögn sína á afriti því af samþykktinni frá 1606,
er að ofan getur. Mun afrit þetta komið frá Vestmannaeyjum. Eins
má gera ráð fyrir um séra Jón, að hann byggi frásögn sína á þessari
1) Alþ.b. ísl. II., 283-284
2) J. Halldórsson: Biskupas. I., 179.
3) Alþ.b. ísl. IV., 26-34.
4) Tyrkjarán á ísl., bls. 397.
5) G. O.: De mirabilibus Islandiae, cap. XXIII. (Ritað 1637—38).
6) Árb. Fornl. 1913, bls. 63.
7) Þjóðskjalasafn, Landakirkjuskjöl 1606—1871.
8) Lbs. 1209, 8vo, bls. 113, og 371, 8vo, bls. 168—169, pr. Tyrkjarán, bls.
347-348.
9) J. H.: Bisk. sög. I., 147—148.