Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 70
70
Væri því engin furða, að kirkjan væri nú,1) eftir 23 ár frá byggingu,
orðin mjög hrörleg. Af rannsókn sinni á fjárhaldi kirkjunnar segist
Árni sjá, að kirkjan hafi verið féflett af kaupmönnunum, umboðs-
mönnum konungs. Nefnir hann þar til, auk Anders Svendsen, Pétur
Wibe, sem var umboðsmaður um 1683—1692 og flæktur var í morð-
inu á Gísla, syni séra Péturs Gizurarsonar, og fór að síðustu land-
flótta utan árið 1692,a) Hans Christiansen, er tók við af Wibe, og
Niels Regelsen, er var í Vestmannaeyjum um og eftir 1704. Um þetta
skrifaði Árni kansellíinu 1705 og ítrekaði það 1706, og síðast skrifaði
hann Gyldenlove 23. sept. 1709 um þetta mál,3) og hefir verið vitnað
í það erindi hér að framan. Þá hafði Árni einnig skrifað Páli Beyer
landfógeta 23. marz 1705, og skorað á hann að gæta embættisskyldu
sinnar, og láta menn þessa bera ábyrgð gjörða sinna um fjárhald
kirkjunnar og meðferð fjár hennar. En það bar engan árangur.
Kirkjan var um þessar mundir svo á sig komin, að það þurfti
að endurbyggja hana, og leggur Árni því til, að konungur leggi fé
til byggingar hennar, þar sem hún standi á konungs eign og íbúar
Vestmannaeyja séu mjög fátækir.4 5) Ennfremur færir hann það til, að
Kristján III. hafi viljað styrkja prestana og kirkjuna í Vestmanna-
eyjum. Hann hafi árið 1555 lagt svo fyrir, að afgjald það, er greitt
hafi verið fyrir báta af meginlandi, er stundaðir hafi verið sjóróðrar
á úr Vestmannaeyjum um vertíðir, skuli renna til prestanna og kirkj-
unnar. Þessu boði Kristjáns III. hafi þó aldrei verið hlýtt. Gjald þetta
hafi aldrei runnið til Landakirkju, sem komið hafi í stað gömlu
kirknanna á Ofanleiti og Kirkjubæ, heldur hafi fógetar konungs stöð-
ugt hirt afgjaldið. Af tíundunni segir hann, að kirkjan hafi heldur
ekkert fengið. Prestarnir hafi tekið 2/3, en fógeti konungs ‘/3- Áður
fyr mun þessi l/3 tíundarinnar hafa gengið til kirknanna í Vest-
mannaeyjum, en þegar Skálholtskirkja brann (1527 eða 1532) tók
Ögmundur biskup þriðjung teknanna til dómkirkjubyggingarinnar.6)
Síðar munu prestarnir vegna kirknanna hafa gert tilkall til tíundar-
hluta þessa, en Ögmundur biskup ákveður 1538, að tíundinni skuli
skift eins og verið hafi, þannig að Skálholtskirkja fái Vs, en
prestarnir 2/«> er þeir skifti jafnt milli sín.*) Þegar Stefán Jónsson var
biskup í Skálholti, virðist hafa verið einhver tregða á greiðslu tíund-
1) A. M. Embedsskr., bls. 352, sbr. bls. 349, dags. 23. sept. 1709.
2) Annál. Bókm. fél. I., 424.
3) A. M. Embedsskr., bls. 349 - 355.
4) A. M Embedsskr., bls. 353.
5) P. E. O., Menn og m. II., 202.
6) Dipl. lsl. X„ 399 - 401.