Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 70

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 70
70 Væri því engin furða, að kirkjan væri nú,1) eftir 23 ár frá byggingu, orðin mjög hrörleg. Af rannsókn sinni á fjárhaldi kirkjunnar segist Árni sjá, að kirkjan hafi verið féflett af kaupmönnunum, umboðs- mönnum konungs. Nefnir hann þar til, auk Anders Svendsen, Pétur Wibe, sem var umboðsmaður um 1683—1692 og flæktur var í morð- inu á Gísla, syni séra Péturs Gizurarsonar, og fór að síðustu land- flótta utan árið 1692,a) Hans Christiansen, er tók við af Wibe, og Niels Regelsen, er var í Vestmannaeyjum um og eftir 1704. Um þetta skrifaði Árni kansellíinu 1705 og ítrekaði það 1706, og síðast skrifaði hann Gyldenlove 23. sept. 1709 um þetta mál,3) og hefir verið vitnað í það erindi hér að framan. Þá hafði Árni einnig skrifað Páli Beyer landfógeta 23. marz 1705, og skorað á hann að gæta embættisskyldu sinnar, og láta menn þessa bera ábyrgð gjörða sinna um fjárhald kirkjunnar og meðferð fjár hennar. En það bar engan árangur. Kirkjan var um þessar mundir svo á sig komin, að það þurfti að endurbyggja hana, og leggur Árni því til, að konungur leggi fé til byggingar hennar, þar sem hún standi á konungs eign og íbúar Vestmannaeyja séu mjög fátækir.4 5) Ennfremur færir hann það til, að Kristján III. hafi viljað styrkja prestana og kirkjuna í Vestmanna- eyjum. Hann hafi árið 1555 lagt svo fyrir, að afgjald það, er greitt hafi verið fyrir báta af meginlandi, er stundaðir hafi verið sjóróðrar á úr Vestmannaeyjum um vertíðir, skuli renna til prestanna og kirkj- unnar. Þessu boði Kristjáns III. hafi þó aldrei verið hlýtt. Gjald þetta hafi aldrei runnið til Landakirkju, sem komið hafi í stað gömlu kirknanna á Ofanleiti og Kirkjubæ, heldur hafi fógetar konungs stöð- ugt hirt afgjaldið. Af tíundunni segir hann, að kirkjan hafi heldur ekkert fengið. Prestarnir hafi tekið 2/3, en fógeti konungs ‘/3- Áður fyr mun þessi l/3 tíundarinnar hafa gengið til kirknanna í Vest- mannaeyjum, en þegar Skálholtskirkja brann (1527 eða 1532) tók Ögmundur biskup þriðjung teknanna til dómkirkjubyggingarinnar.6) Síðar munu prestarnir vegna kirknanna hafa gert tilkall til tíundar- hluta þessa, en Ögmundur biskup ákveður 1538, að tíundinni skuli skift eins og verið hafi, þannig að Skálholtskirkja fái Vs, en prestarnir 2/«> er þeir skifti jafnt milli sín.*) Þegar Stefán Jónsson var biskup í Skálholti, virðist hafa verið einhver tregða á greiðslu tíund- 1) A. M. Embedsskr., bls. 352, sbr. bls. 349, dags. 23. sept. 1709. 2) Annál. Bókm. fél. I., 424. 3) A. M. Embedsskr., bls. 349 - 355. 4) A. M Embedsskr., bls. 353. 5) P. E. O., Menn og m. II., 202. 6) Dipl. lsl. X„ 399 - 401.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.