Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 72

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 72
72 konungsbátanna, sem þá voru um 14 að tölu í Vestmannaeyjum, en þeir kváðust aðeins eiga að hafa með höndum reikningshald kirkj- unnar. Lyktaði máli þessu með sigri kaupmanna. Þótti ekki rétt að láta þá bera kostnaðinn, af því að kirkjan hefði 1717—1723 verið byggð á kostnað konungs. Kirkjan mun nú um þetta bil hafa verið farin að ganga úr sér, því svo er nú ákveðið með konungsúrskurði, dags. 26. marz 1748, að hin gamla kirkja skuli rifin, og ný byggð í hennar stað. Var þá gerð- ur uppdráttur að hinni fyrirhuguðu byggíngu, og ákveðið, að efnið skyldi höggvið til í Kaupmannahöfn, og greiðast fyrir það 336 ríkis- dalir og 80 skildingar. Kostnaðurinn við bygginguna í Vestmanna- eyjum skyldi greiðast eftir reikningi, og eigur gömlu kirkjunnar, er hún gat án verið, seljast á uppboði til lúkningar kostnaðinum, en kostnaðurinn að öðru leyti greiðast úr ríkissjóði. Ekkert virðist hafa orðið úr þessari byggingu. Loksins árið 17731 2) er hugsað til fram- kvæmda, en nú er horfið frá því að hafa bygginguna úr timbri. Eru nú að nýju gerðar áætlanir og uppdráttur af byggingunni. Það verk annaðist Anthon, konunglegur byggingameistari. Gerir hann ráð fyrir, að byggingin muni kosta 2735 ríkisdali. Áætlun þessi var gjörð í april, en síðar á sama ári, 27. desember, gjörir bygginga- meistarinn skrá um efni til byggingarinnar. Aðalefni var 900 tunnur af kalki og 11000 Flensborgar-múrsteinar, auk höggins grjóts, sem nóg var af í Eyjum. Yfirsmiður var ráðinn þýzkur steinsmiður, sem hét Kristófer Berger. Virðist það hafa verið gjört í ógáti af Anthon byggingameistara og ókunnugleik. Hafði tilætlunin verið, að smíði kirkjunnar yrði falið bróður hans, Jóhanni Georg Berger, sem hafði verið hér á landi við múrsmíði. Kvartaði hann þegar um þetta til byggingarnefndar og rentukammers, og segist hafa verið svikinn um verkið, sem hafi verið búið að lofa sér. Lyktaði þessu svo, að Krist- ófer Berger var sett það að skilyrði, að hann tæki bróður sinn með sér til Vestmannaeyja, til aðstoðar við kirkjubygginguna. Var síðan gjörður samningur við hann 21. maí 1774, og var hann staðfestur af rentukammeri 25. s. m. Lofar Kristófer Berger þar, að fara til Vest- mannaeyja og byggja þar »Grund Muuret Kierke«, 27V2 álnar langa og 16 álna breiða. Skyldi gólfið lagt Flensborgar-múrsteini og bogar vera yfir gluggum og dyrum. Hann skyldi og sjá um, að grjótið í bygginguna yrði höggvið, en fá nóg fólk til steinhöggsins og aðflutn- 1) Lovsaml ! Isl. II. 729. 2) Landakirkjuskjöl i Þjóöskjalasafni, nýendurheimt.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.