Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 74

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 74
74 Bygging þessi varð ærið kostnaðarsöm og lengi í smíðum.1) Þess vegna var með konungsbréfi árið 1774,2) til þess að létta á kostnað- inum við bygginguna, lagt svo fyrir, að bændur og húsmenn, sem ekki hafi ennþá goldið skuldir sínar við Landakirkju, skuli vinna af sér skuldir sínar við bygginguna. Ennfremur skuli láta fanga vinna við bygginguna, verði því við komið. Um þetta skrifar Hans Klog Thodal stiftamtmanni 15. nóvember 1774,3) og getur þess, að enginn skuldi kirkjunni, svo ekki verði komið við að láta bændur og hús- menn vinna þar, nema fyrir kaup. Á hinn bóginn getur hann þess ekki, hvort koma megi því við, að láta fanga vinna við bygginguna. Alla muni gömlu kirkjunnar kveður hann, að hægt muni að nota í hinni nýju kirkju, að undanteknum prédikunarstólnum, sem sé mjög gamall og hrörlegur. Loksins árið 17814) virðist kirkjubyggingunni að fullu lokið. Er þá birtur kostnaðurinn við bygginguna, eftir að frá hafði verið dregið andvirði seldra muna og timburs úr gömlu kirkj- unni. Hafði nú kirkjan verið um 7 ár í smíðum og var byggingar- kostnaðurinn 5147 ríkisdalir og 694/2 skildingur. Fyrir hvert dagsverk voru mönnum, sem unnu að byggingunni, greiddir 8 fiskar. í kring- um kirkjuna voru settar trégrindur, og kostuðu þær 107 ríkisdali og 52 skildinga. Átti upphaflega að láta almúgann í Vestmannaeyjum borga þær, en sökum þess að kirkjugarðurinn var á öðrum stað en kirkjan, varð því ekki við komið. Var síðan allur kostnaður við bygg- inguna greiddur úr ríkissjóði. Vegna þess, hversu langan tíma byggingin tók, virðist Kristófer Berger hafa fengið of lítið fyrir verk sitt. í bréfi til Thodals stiftamt- manns 8. júlí 1777 getur Hans Klog þess, að Berger, sem nú sé rétt búinn með verk sitt, hafi ekkert til að lifa af. Þó hafði Kristófer Ber- ger reynt að sitja einn að allri vinnu við bygginguna, og bægt Jó- hanni bróður sínum frá, þvert ofan í ráðningarsamning sinn. Skrifaði Jóhann rentukammeri 24. ágúst 17755) og kvartar yfir því, að bróðir sinn láti sig sama og enga vinnu fá við bygginguna. Vegna þess, hve byggingin tók langan tíma, varð að láta gömlu kirkjuna standa á meðan á byggingunni stóð. Því varð kirkjan ekki látin standa í kirkjugarðinum, þar sem gamla kirkjan stóð og venja 1) Lovsaml. f. ísl. IV. 436, 8. lið. 25. marz 1778 er kirkjan enn ekki komin undir þak. 2) Lovsaml. for Island IV. 89—90. 3) Landakirkjuskjöl í Þjóðskjalasafni, ný-endurheimt. 4) Lovsaml. f. Isl IV. 592—593, konungsbréf um Landakirkju 30U 1781. 5) Þjóðskjalasafn, Landakirkjuskjöl, ný-endurheimt.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.