Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 78
78
fremur góð heyskaparlönd. Gras er í þeim flestum fremur mikið og
gott, en æðarvarp hefir verið fremur lítið alla tíð í þessum eyjum.
Aftur hefir þar verið talsverð kofnatekja, einkum í þeim eyjunum,
sem tilheyrðu Stóru-Tungu, og var hún áður á tímum talin mikil
hlunnindi, en nú er að mestu hætt að nytja hana í Breiðfjarðareyjum.
Gömul venja var að selja 120 kofur (stórt hundrað) fyrir 1 vætt,
væri kofan reitt, en 6 fjórðunga, væri hún óreitt. Kofnatekja var mjög
mikil í flestum Breiðafjarðareyjum; t. d. var sr'gt, að fengjust í Akur-
eyjum um 10000 kofur og í Bjarnarhöfn um 9000. Á því má sjá,
hvort ekki hafi verið mikil hlunnindi að kofnatekjunni.
Sannar sagnir eru um það, að á allri 19. öld hafi verið sá átrún-
aður mjög ríkjandi, að frá Arnarbæli kæmist enginn bóndi lifandi,
sem þar byggi í 10 ár eða lengur. Þeirri sögn fylgir, að kona, sem
hafi átt Arnarbæli og búið þar eftir mann sinn látinn, hafi mælt eitt
sinn fyrir, að svo skyldi verða. Enn fremur, að þar skyldi enginn
sjálfseignarbóndi þrífast (komast af, vegna efnahags). Ástæða fyrir
þessum ummælum konunnar átti að vera sú, að efnaður bóndi þar
í sveitinni, sem búinn var að eignast flestar jarðir í grennd við sig,
hafi lagt miklar fölur á að fá Arnarbæli keypt, en konan verið lengi
vel ófáanleg til að selja þessa eign sína, og hefði það valdið bónd-
anum mikillar áhyggju. Sagnir eru um, að bóndi hafi ekki ósjaldan
heyrzt segja að nóttu til: »Oft vekur þú mig, Arnarbæli«. Eftir marg-
ítrekaðar tilraunir lét ekkjan jörðina fala, með því að bóndi bauð
henni margfalt hærra verð fyrir hana en nokkrum manni gæti komið
til hugar að kaupa hana fyrir, og gat konan ekki staðið það af sér.
Enda greiddi bóndi konunni allt kaupverð jarðarinnar með banka-
seðlum um leið og samningurinn var gjörður um kaupin. Eftir nokk-
urn tima vissi konan ekki fyrri til en að hún fékk fregnir um, að allir
þessir bankaseðlar, sem hún fékk fyrir jörðina, væru verðlausir og
einskis-nýtir. Banki sá, sem seðlana hefði gefið út, væri orðinn gjald-
þrota. Þá er konan vissi, að öll þessi seðlahrúga, sem hún fékk fyrir
eign sina, væri verðlaus, og að hún hefði látið eignina fyrir als ekkert,
og kaupsamningurinn svo úr garði gjörður, að ekki væri hægt að
rifta honum, hefði konan orðið mjög sár og sagt svo fyrir, að frá
Arnarbæli skyldi enginn bóndi lifandi komast, sem þar byggi í 10 ár
eða lengur, og enginn sjálfseignar-bóndi þrífast. Þessi átrúnaður var
mjög ríkjandi á Fellsströnd og í nærliggjandi sveitum, svo að flestir
þóttust fullvissir um, að ummæli konunnar kæmu fram á öllum bænd-
um, sem að Arnarbæli flyttu, og röktu menn sannanir fyrir þeirri
staðhæfingu. En hvernig, sem þetta hefir verið, og hvort sem nokk-
uð er hæft í þessum ummælum konunnar og þessari sölu á Arnar-