Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 79

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 79
79 bæli eða ekki, þá eru áreiðanlegar sagnir um 7 bændur, sem þar bjuggu hver á eftir öðrum frá síðustu árum 18. aldar og allt til árs- ins 1892, að þeir dóu allir eftir 6 til 12 ára ábúð í Arnarbæli. Fyrsti bóndinn, sem ég hefi sagnir um, hét Helgi. Hann ætlaði að flytja frá Arnarbæli að Fremri-Langey. En nokkru áður en hann ætlaði að flytja í burtu, fer hann út í skóg að taka upp hrís. Eftir að hann var byrjaður á verkinu, hafði sótt á hann svefn, og hann Jagt sig fyrir og sofnað. Hafði hann þá dreymt, að kona kæmi til hans og sagt: »Þú ætlar að fara að flytja héðan, en það verður nú ekkert af því«. Eftir að hann vaknaði, hafði hann haldið áfram verki sínu, en þá hafði hann höggvið sig í hnéð. Af því sári hafði hann dáið eftir stuttan tíma. Tveir bændur, sem þar bjuggu, drukknuðu, en hinir 4 dóu á sóttarsæng. Konur tveggja þessara bænda dóu á sama árinu og bændur þeirra. Þrír síðustu bændurnir, sem i Arnarbæli bjuggu, sluppu undan álögum þessum, og var ég sá fyrsti. Ég flutti að Arn- arbæli vorið 1892 og þaðan aftur vorið 1903; bjó þar því í 11 ár. Margir kunningjar mínir átöldu mig fyrir að flytja þangað, vegna þess átrúnaðar, sem margir höfðu á því, að bændur, sem að Arnar- bæli flyttu, yrðu að deyja eftir stuttan tima, einkum fyrir það að flytja ekki í burtu aftur eftir nokkurra ára ábúð. Var það ekki ósjald- an, að kunningjar mínir deildu á mig fyrir þetta sinnuleysi, sem þeir kölluðu. Einn af þeim, sem átaldi mig mjög fyrir þetta, var Jón sál. Andrésson, sem lengi bjó í Búðardal á Skarðsströnd. Þá er hann fann, að ég hafði enga trú á þessu, endaði hann samtal okkar með þessum orðum: »Fátt er rammara en forneskjan«. Annar kunningi minn, sem mjög var ákveðinn í því, að ég flytti frá Arnarbæli, var Jón sál. Jónsson í Purkey. Hann kom oft með þá tillögu, að ég hefði við sig jarðaskifti eitt ár, en að ég flytti svo að Arnarbæli aftur, og myndi mér þá óhætt nokkur ár. Eitt sinn kom Jón til mín, — það var að kveldi þess 19. September 1897, — dálitið hreifur af víni, og var hjá mér um nóttina. Um kveldið vakti hann máls á því við mig, að ég yrði að flytja frá Arnarbæli þá á næsta vori, svo ég yrði ekki forneskjunni að bráð, en ég tók því all-fjarri, svo sem við hann og nafna hans í Búðardal oftsinnis áður. Morguninn eftir kem ég inn til Jóns; þá er hann vaknaður og segir: »Ég ætla ekki oftar að fara fram á það við þig að flytja héðan; jeg er nú óhræddur um þig. í nótt dreymdi mig, að kæmi til mín kona, sem ég hafði ekki áður séð, og segir: »Hér átt þú góðan nágranna; ég get ekkert gjört hon- um«. Drauminn lagði Jón þannig út, að konan, sem hann hafði dreymt, væri sama konan, sem hefði í sínum miklu geðshræringum lagt svo á þá bændur, sem að Arnarbæli flyttu, að þeir skyldu ekki
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.