Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 79
79
bæli eða ekki, þá eru áreiðanlegar sagnir um 7 bændur, sem þar
bjuggu hver á eftir öðrum frá síðustu árum 18. aldar og allt til árs-
ins 1892, að þeir dóu allir eftir 6 til 12 ára ábúð í Arnarbæli. Fyrsti
bóndinn, sem ég hefi sagnir um, hét Helgi. Hann ætlaði að flytja
frá Arnarbæli að Fremri-Langey. En nokkru áður en hann ætlaði að
flytja í burtu, fer hann út í skóg að taka upp hrís. Eftir að hann
var byrjaður á verkinu, hafði sótt á hann svefn, og hann Jagt sig
fyrir og sofnað. Hafði hann þá dreymt, að kona kæmi til hans og
sagt: »Þú ætlar að fara að flytja héðan, en það verður nú ekkert af
því«. Eftir að hann vaknaði, hafði hann haldið áfram verki sínu, en
þá hafði hann höggvið sig í hnéð. Af því sári hafði hann dáið eftir
stuttan tíma. Tveir bændur, sem þar bjuggu, drukknuðu, en hinir 4 dóu
á sóttarsæng. Konur tveggja þessara bænda dóu á sama árinu og
bændur þeirra. Þrír síðustu bændurnir, sem i Arnarbæli bjuggu,
sluppu undan álögum þessum, og var ég sá fyrsti. Ég flutti að Arn-
arbæli vorið 1892 og þaðan aftur vorið 1903; bjó þar því í 11 ár.
Margir kunningjar mínir átöldu mig fyrir að flytja þangað, vegna
þess átrúnaðar, sem margir höfðu á því, að bændur, sem að Arnar-
bæli flyttu, yrðu að deyja eftir stuttan tima, einkum fyrir það að
flytja ekki í burtu aftur eftir nokkurra ára ábúð. Var það ekki ósjald-
an, að kunningjar mínir deildu á mig fyrir þetta sinnuleysi, sem þeir
kölluðu. Einn af þeim, sem átaldi mig mjög fyrir þetta, var Jón sál.
Andrésson, sem lengi bjó í Búðardal á Skarðsströnd. Þá er hann
fann, að ég hafði enga trú á þessu, endaði hann samtal okkar með
þessum orðum: »Fátt er rammara en forneskjan«. Annar kunningi
minn, sem mjög var ákveðinn í því, að ég flytti frá Arnarbæli, var
Jón sál. Jónsson í Purkey. Hann kom oft með þá tillögu, að ég
hefði við sig jarðaskifti eitt ár, en að ég flytti svo að Arnarbæli
aftur, og myndi mér þá óhætt nokkur ár. Eitt sinn kom Jón til mín,
— það var að kveldi þess 19. September 1897, — dálitið hreifur af
víni, og var hjá mér um nóttina. Um kveldið vakti hann máls á því
við mig, að ég yrði að flytja frá Arnarbæli þá á næsta vori, svo ég
yrði ekki forneskjunni að bráð, en ég tók því all-fjarri, svo sem við
hann og nafna hans í Búðardal oftsinnis áður. Morguninn eftir kem
ég inn til Jóns; þá er hann vaknaður og segir: »Ég ætla ekki oftar að
fara fram á það við þig að flytja héðan; jeg er nú óhræddur um þig.
í nótt dreymdi mig, að kæmi til mín kona, sem ég hafði ekki áður
séð, og segir: »Hér átt þú góðan nágranna; ég get ekkert gjört hon-
um«. Drauminn lagði Jón þannig út, að konan, sem hann hafði
dreymt, væri sama konan, sem hefði í sínum miklu geðshræringum
lagt svo á þá bændur, sem að Arnarbæli flyttu, að þeir skyldu ekki