Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 82

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 82
82 er ekki hægt að byggja fyrir ofan það né neðan. Ytri endi túnsins liggur að vogsbotninum, og því er ekki hægt að byggja veg þeim megin við það, en að ofan (norðanverðu) er Bæjarborgin, sem mjög dýrt væri að leggja veg yfir. Fyrir austan kálgarðinn er hóll, sem Lambhússhóll heitir (10); liggur hann frá kálgarðinum inn undir Lambhúsin, sem eru innarlega á túninu, rétt við Bæjarborgina. Sá hluti túnsins, sem er fyrir austan bæinn, en fyrir ofan reiðgötuna, heitir Lambhússvellir (11) — fremri og innri. — Vellir þessir eru báðir mjög grýttir og þýfðir. Þar er ekkert greiðfært, nema ein flöt og Lambhússhóllinn. Er mjög erfitt að slétta þessa velli, vegna störgrýtis, Fyrir neðan (sunnan) götuna er Brunnhússvöllur (12). Nær hann frá brunnhúsinu, sem er neðst í tún- jaðrinum, og yzt í vellinum, inn að túngarði. Völlur þessi er langur, en mjór. Mestur hluti hans er þýfður og grýttur. Fyrir vestan Brunn- hússvöllinn er Smiðjuhólsflötin (13), og Smiðjuhóllinn (14) þar fyrir vestan; er hann allstór um sig og greiðfær. Fyr á tímum stóð smiðja á þessum hól og sést enn fyrir tóft hennar. Hóllinn er berghóll, sem um langan tíma hefir verið þakinn ösku og öðru úrgangsrusli; er þess vegna orðið nú talsvert djúpt jarðlag á honum, ofan-á berginu. Fyrir ofan Smiðjuhólinn er Bæjarhóllinn (15), sem er lágur og lítill um sig. Á milli hans og Smiðjuhólsins er laut. Fyrir vestan þessa hóla tekur við völlur, sem Þúfnaoddi heitir (16); nær hann alla leið út að tún- garði. Þúfnaodda marka hólarnir að austan, reiðgatan að norðan, túngarðurinn að vestan og Arnarbælisvogsbotninn að sunnan, og myndast skarpur oddi úr honum fram í voginn. Af þessum Odda og því, hve ill-þýfður þessi völlur var, mun hann hafa fengið þetta nafn. Þúfnaoddi mun vera um 6—7 dagsláttur að stærð. Þennan völl var erfitt að heyja, meðan hann var allur þýfður; nú er hann allur sléttur. Elztu slétturnar eru um 40 ára og farnar að þýfast vegna vatns. Fyrir ofan (norðan) götuna með Bæjarborginni er völlur, sem Lengja heitir (17). Nær þessi völlur frá vesturenda kálgarðsins og út að túngarði. Lengja er öll þýfð og grýtt; aðeins ein flöt í henni fyrir utan bæinn, og var erfitt að gera hana, vegna grjóts. í Lengju er rúst, sem Bænhússtóft er kölluð; er talið víst, að þar hafi bæna- hús það staðið (18), sem um Iangan tíma var í Arnarbæli. Bænahús- inu fylgdi eitt ásauðarkúgildi; eftir það greiddi ábúandi jarðarinnar sóknarprestinum 20 pd. af smjöri. Sagnir eru um það, að þetta kúgildi hafi fallið, og að þá hafi staðið styr á milli jarðareiganda og sóknar- prests um greiðslu á leigu eftir kúgildið. Eftir talsvert þjark hafi þó samizt svo á milli þeirra, að presti skyldi greiða árlega eina spesíu;
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.