Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 84

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 84
84 fjárhúsatúninu út á milli húsaborgar og Húsaása, út undir Náttmála- ása-endann (36). Fyrir sunnan og neðan Húsaásana er Nónhæðaflóinn, (37), og fyrir sunnan hann, með Rifjavognum, eru holt, sem heita Nónhæðaholt (38); eru þau lág og gróðurlaus. Fyrir neðan þau eru Nónhæðimar (39), sem eru há holt, sum alveg gróðurlaus. Fyr meir voru þessar Nónhæðir að mestu þaktar birkiskógi, sem nú er fyrir löngu að mestu horfinn vegna illrar meðferðar. Sunnan Nónhæðanna er Stekkjareyin (40), sem má heita gróðurlaus. Fram í hana liggur sandrif frá Nónhæðunum. Skollaborg (41) er fyrir vestan Nónhæða- flóann, sem er há borg og stór um sig, með háum klettum að austan og sunnanverðu; að vestan er hún lág, hallar allri til norðvesturs. Meiri hluti borgarinnar er þakinn birkiskógi, sem er sumstaðar tals- vert hár. Austan- og sunnan-undir borginni eru urðir, sem tófur grenjuðu (gutu yrðlingum) í; hafa þær nú fyrir mörgum árum flutt sig þaðan með öllu. Fyrir sunnan Skollaborg, en neðan Nónhæða- flóans, eru holt, sem Móholt heita (42). Meiri hluti þeirra er vaxinn smáhrísi; ná þau ofan að Fúla-vogi (43), sem er lítill vogur, er skerst norðvestur-úr Arnarbælisvognum. Fyrir sunnan Fúla-vog er Litla- Dagverðarnes (44), þar sem ég hygg, að Auður hafi neytt dagverðar- ins. Nesið myndar Arnarbælisvogur að sunnan, Þorkelsvogur (45) að vestan og Fúli-vogur að austanverðu. Litla-Dagverðarnes er allstórt land. Efri hluti þess er að nokkru leyti þakinn smávöxnum birkiskógi, en neðri (syðri) hluti þess er gróðurlítill. Að nesinu er mjög aðdjúpt. Flýtur þar að bátum og skipum jafnt um fjöru sem um flóð. Þar er aðal-báta-uppsátrið frá Arnarbæli, því heima á Skipatanga flýtur ekki, nema þá er hásjávað er, og alls ekki um smástraumsfiæðar á vorin eða sumrin. Heiman frá Arnarbæli og fram í Litla-Dagverðarnes er full- kominn hálftímagangur. — Suðaustur af Nesinu er lítill hólmi, sem Sultarhólmi heitir (46); er hann með lítilli grastó. Varp stundum í hólmanum 1 æðarkolla. Vestur af nesinu er eyja, sem heitir Slanga (47); hefir hún lítinn gróður og ekkert æðarvarp þau ár, sem ég var í Arnarbæli; gengur grjótrif frá nesinu fram í eyjuna. Frá þessari eyju og upp með nesinu er Þorkelsvogur (sjá 45); myndar hann nesið að vestan svo sem áður er sagt. Fyrir vestan Þorkelsvogs-botninn er Brúarey (48); er hún tengd við landið með 2 grjótrifjum, sem þó fellur yfir um hásjávað. Brúarey er að mestu skógivaxin, en lítill gróður annar í henni. Gengur vogur að vestan inn í eyjuna miðja, sem heitir Brúareyjarvogur (49); hann þornar alveg um fjöru. Suður af Brúarey eru 2 smáflögur, sem báðar heita Brúareyjarflögur (50), — stærri og minni. í flögunum vex melur; í þeim er nokkurt æðar-
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.