Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 87
87 sást í bæjarsundinu. En talið var víst, að hún væri úr Ormsstaða- vatni. Landamerki á milli Arnarbælis og Ormsstaða eru: Úr suðurhorni Ormsstaðavatns sjónhending í norðausturhorn Arnarbælisvatns, og þaðan eftir svo-nefndum sýkjum suður í Marklæk, sem er merkilækur á milli Víghólsstaða og Arnarbælis. Þessi lækur rennur í norðvestur- horn Kjarlaksstaðavogs. Arnarbælisvatn (71) er ekki stórt vatn, og talið miklu grynnra en Ormsstaðavatn. Ekki þekki ég heldur neinar gamlar sagnir um það vatn. Nokkru fyrir neðan Arnarbælisvatn er hátt holt, sem heitir Vatnsholt (72), og næsti ás þar fyrir sunnan heitir Vatnsás (73); er hann hár og með klettum. Flóasundin á milli ásanna bera nöfn af ásunum. Fyrir norðan Vatnsásinn er mýrarsund, sem liggur vestur með Hraunfjallabekkjunum, sem einu nafni kall- ast Hraunfjallakrókar (74). Fyrir austan Vatnsás er Vatnsássflói (75), sem er á milli Vatnsássins og Byrgishólanna (76); er þessi flói áfram- hald af Bæjarborgarflóanum, sem liggur til austurs. Mýrin, sem Iigg- ur fyrir autan Vatnsholtið, heitir Grásteinsmýri (77); nær hún upp að sýkjum og inn að Marklækjarholtinu, sem er sunnanvert við upptök Marklækjar úr sýkjunum. Syðst á þessari mýri er stór steinn, sem Grásteinn heitir (78) og mýrin dregur nafn sitt af. Suðvestur af Grásteinsmýri eru Byrgishólarnir (76). Meiri hluti þeirra er vaxinn lyngi, en lautirnar á milli þeirra fjalldrapa. Flóasundið, sem er á milli Byrgishólanna og Bæjarborgarinnar, heitir Lindarsund (79). Sundið er mjög blautt, sem fleiri flóar í Arnarbæli, en þar er fremur gott mó- tak. Sundið nær vestur á móts við norðurhornið á Bæjarborginni, en þá tekur við Bæjarborgarflóinn. Brekkan að norðanverðu við Lindar- sundið heitir Móbrekka (80). í þeirri brekku er vanalega þurkaður mórinn, sem tekinn er upp í Lindarsundinu; hún nær suður að brúnni, sem er fyrir austan túnið í Arnarbæli. Fyrir austan brúna taka við holt. Hið næsta heitir Byrgisholt (81). Sunnan undir því holti er gömul rétt, sem Lambabyrgi heitir (82). Fyrir austan Byrgishoitið er hátt holt, sem heitir Háa-brekka (83). Suðaustur af Byrgisholtinu og Háu-brekku er stórt land, sem heitir Eyrarnes (84); liggur það aust- ur með þessum holtum upp að Marklæk. Eyrarnesið myndar Kjar- laksstaðavogur að austan, en Arnarbælisvogur að sunnan. Endar nes- ið í mjóum odda, þar sem þessir vogar aðskiljast, og heitir hann Eyrarnessoddi (85). Sunnarlega í nesinu, með Kjarlaksstaðavognum, eru háir klettar, sem kallaðir eru Eyrarness-klettar (86). Fyr á árum var Eyrarnesið aðal-slægjulandið í Arnarbæli, auk túnsins og eyjanna, og var þar allgott slægjuland. í fulla 3 tugi ára hefir þar ekkert
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.