Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 90
90
sjávað er. Það er því ekki ósennilegt, að Barkarnautur hafi verið sér-
stakt býli, enda er eyjan stór og margar eyjar þar nálægar, sem
sennilegt er, að hafðar hafi verið með eða legið undir Barkarnaut.
Rétt fyrir sunnan syðri — vestari — tangann á Barkarnaut er hár
hólmi, sem heitir Kerling (114) í stönginni vex mikið af mel, og
stundum urpu þar 10—12 æðarkollur. Þar kæpir vanalega útselur að
haustinu. í Kerlinguna fjarar ekki frá Bjarkarnaut. Rétt fyrir vestan
norðvesturtangann er önnur stöng, sem Barkarnautsstöng er kölluð
(115). Þar vex einnig melur. Á milli hennar og Barkarnauts fjarar,
þegar sjór er rúmlega hálf-fallinn út. í kringum Bjarkarnaut eru mjög
harðir straumar. Fyrir sunnan hann er Röstin (116). Það sund er
siglingaleiðin inn á Hvammsfjörð, og fara hana ekki aðrir en kunn-
ugir menn. Barkarnautur er syðsta eyjan af Arnarbæliseyjunum. Fyrir
sunnan Röstina taka við Kjóeyjar, sem liggja undir Rifgerðinga og
eru í Skógarstrandarhreppi.
Næsta eyja fyrir utan — vestan — Barkarnaut heitir Hrúthólmi
(117), sem er há eyja, að mestu grasivaxin. Þar er bæði æðarvarp
og lundatekja. í norður af Hrúthólma er lítill hólmi, sem fjarar í frá
honum og heitir Hrúthólma-stöng (118); þar verpir aðeins svartbakur.
í norðvestur af Hrúthólma eru Öfugfætur-flögurnar (119), sem eru 3
að tölu; það eru grasflögur, sem vanalega eru heyjaðar. Fjarar í þær
frá Öfugfætu (120), sem er stór eyja, að mestu vaxin lyngi og mjög
þúfótt. Þar er mjög gott æðarvarp, en engin lundatekja. Rétt fyrir
austan Öfugfætu er hólmi, sem Þrælahólmi heitir (121); allur lyngi
vaxinn. í hann fjarar frá Öfugfætu. Sundið, sem er fyrir norðan
Þrælahólma, heitir Þrælasund (122). Fyrir norðan það er Barmsey
(sjá 103). Tangi liggur frá Barmsey suðvestur í sundið; ber báta á
hann, hvort heldur er farið inn eða út sundið. Verður þess vegna
ætíð að gæta að því, að vera nálægt Þrælahólma, svo að ekki beri
á tangann. Þegar farið er af Fellsströndinni út í Stykkishólm, er
ýmist farið út Röst (116) eða út Knarrarbrjót, sem er sund á milli
Stóru-Geitareyjar, Skeleggseyjar1) og Karlseyjar að sunnan, og
Straumshólmanna, Tjarnarhólma og Stigeyja að norðan, sem allar
liggja undir Purkey. Þá er farinn Spjóthólmastraumur (108), og út á
milli Straumshólma (117) að sunnan og Öfugfætuflaganna (119) að
norðan. í því sundi miðju er stór steinn, sem ekki kemur upp um
fjöru, en er samt athugaverður, einkum þegar komið er að utan og
farið inn það sund. Straumurinn í sundinu ber mikið suður; verður
1) Svo í uppdr. landmælingamanna; »Skiliseyjar« í handr. höf. — Knarrar-
brjótur er á uppdrættinum sýndur milli eyjanna Barkarnautur og Helgunautur. M. Þ.