Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 92

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Síða 92
92 En ég hefi heyrt, að æðarvarpið hafi rýrnað þar síðan, einkum á seinni árum. Fyr á árum, þá er ég var unglingur, var mikið talað um huldu- fólk, að það ætti heima í steinum, hólum og borgum. En hvergi hefi ég heyrt jafnmikla fullvissu um það sem í Aarnarbælis-landi, bæði áður en ég flutti þangað og eftir. Þar var gömul kona, sem fylgdi Arnarbæli öll þau ár, sem ég var þar; hún kunni margar sögur af huldufólki þar í landi og trúði því, að þær væru sannar. í flestum eyjunum, hólum, ásum og borgum þar í landi átti að vera heimkynni þess. En sérstaklega var talað um, hvar embættismenn þess byggju. í Bæjarborginni átti að vera bústaður sýslumannsins, í Húsaborginni sóknarprestsins og í Skollaborg hreppstjórans. Háey átti að vera kaupstaður þess, og þar áttu kaupmennirnir að búa. Bjarnastaðaborg var anneksía prestsins. Auk þess átti að vera huldufólk í Byrgisholt- inu, Háu-brekku, Byrgishólunum, Eyrarnessklettunum, Hraunfjöllunum og enn víðar. í kringum 1860 hvarf lítil stúlka frá Arnarbæli, 4 eða 5 ára gömul; hún var dóttir Magnúsar Magnússonar, sem þar bjó og var einn af þeim, sem dó, þá er hann hafði búið þar um 12 ár. Eftir miklar leitir fannzt barnið út-við Dagverðarness-lón. Þetta var um vetur, og var snjóhrafl á jörð, svo að för barnsins sáust og voru rakin, þá er þau funduzt. Annars er óvíst, að leitað hefði verið í þessa átt að barninu, sízt svo langt, þar sem þetta er lengri vegur en svo, að búast mætti við, að barn, 4 til 5 ára, gæti gengið það, án þess að örmagnast. Þá er stúlkan fannst, hafði hún sagzt hafa verið að elta mömmu sína; hún hefði rétt sér höndina með gullhringn- um á, sem hún hefði þekkt. En aldrei hefði konan talað við sig á leiðinni, þó að hún hefði verið að tala við hana. En þá er konan hefði verið komin út að Dagverðarness-lóninu, hvarf hún sjónum barnsins, að það hefði sagt, ofan fyrir klettana, sem eru við lónið. Þá er telpan fannst, hafði hún sagt þannig frá, og að hún væri að bíða eftir mömmu sinni, sem hefði horfið þarna ofan fyrir klettana og hlyti að koma bráðlega aftur. Barn þetta, sem þá var, hét Kristín; hún varð fullorðin og giftist, en dó úr mislingum vorið 1882. Um þessa konu heyrði ég talað, að hún hefði verið mjög orðvör og stillt, yfir höfuð fengið ágætt orð, enda var hún af því fólki komin. Þessa sögu sögðu mér 3 konur, sem allar voru á næstu bæjum við Arnarbæli, þá er þetta hvarf barnsins kom fyrir, og meðal þeirra var móðir mín. Bar öllum þessum konum saman um þetta hvarf barnsins, leitir og fund, og mig minnir, að ein af þessum konum hafi verið með í leitinni, en fullyrði það samt ekki. Magnús Friðriksson frá Staðarfelli.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.