Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Qupperneq 102
102
urs, norðan-við Öræfaskyggni; þar austar kemur í hana Rauðkolla-
kvísl (63); hún kemur upp á milli Rauðkollanna og rennur vestan-
undir Lambafelli (64). Vestan-við hana er Draugakvíslarsporður (65),
þar sem kvíslarnar mætast. Úr því rennur Draugakvíslin austur-af í
gljúfri á milli Lambafells og Eystra-Rjúpnafells, sem tilheyrir Flóa-
manna-afrétti. Fyrir austan Lambafell myndast Lambafellskvísl (66)
og rennur í Draugakvíslina; þar er Lambafellssporður (67). Neðan-við
hann nefnist kvíslin Dalsá (þá er hún komin á Flóamanna-afrétt) og
rennur fram-með Eystra-Rjúpnafelli, og þaðan austur í Þjórsá. —
Klakkshóll (68) er austan-við Klakk, og Klakksklif (69) þar næst, áfast
við Kerlingarfjöllin. Norðvestan-við Klakksklif er Svarthyrna (70) (af
sumum nefnd Skrattakollur). Skammt norðar á horninu við Kerlingará
er Grákollur (71) og þá Klakksalda (72), austan-við ána. Neðan-við
ölduhornið kemur upp smákvísl og rennur í Kerlingará. Hún heitir
svo þar til hún er komin niður úr Kerlingargljúfri, úr þvi heitir hún
Sandá; hún rennur í Hvítá (73). í Kerlingargljúfri er Kerlingarfoss (14).
Frá Klakksöldu og niður að Leppistungum er Klakksver (75). Vestan-
við Leppistungnalæk (76) er sæluhús á tanganum við ána; þar er og
tjaldstaður. Vestan-við ána er Kerlingaralda (77) neðst, þá Dalaver
(78). Ofan-við það er Kerlingardalsalda (79), þá Kerlingardalur (80)
og Kerlingardalshver (81). Vestan-undir fjöllunum eru Kerlingarflatir
(82) og ofan-við þær eru Bringirnir (83), grjótöldur með smágiljum.
Þar ofan-við er hæsti hnúkurinn í Kerlingarfjöllunum, Ögmundur, sem
fyr er nefndur. Þar vestan-við fjöllin er og Tindur, er ég áður nefndi.
það er hár og snarbrattur fjallshryggur, þunnur að ofan sem egg.
Austan-í honum er bergdrangi, sem stendur á berghellu, en snarbratt-
ar malarskriður beggja megin. Hann er margar mannhæðir, en langt
til að sjá er líkt og stæði þar afar-stór maður, enda er dranginn
kallaður Kerling (84). Af henni eru dregin öll Kerlingarnöfnin, á fjöll-
unum og þar í grend. Austan-undir Tindi kemur Miklu-mýra-lækur (85)
úr smágiljum og lækjum, sem koma þar inaan- og austan-úr fjöll-
unum. Lækurinn rennur svo niður hjá Vörðuhól (86), þaðan um Miklu-
mýrar (87) suður og austur í Sandá. Litli-lækur (88) rennur í hann
að austan neðarlega á mýrunum.
í Kerlingardal koma þrjú gil ofan úr fjöllunum; af þeim og flein
kvíslum myndast Kerlingará. í einni þessara kvísla er Kerlingardals-
foss (89), ljómandi fallegur, þó ekki sé hann svo stór. Fara má úr
dalnum norður í Hveradali (90). Þá skal fara upp í fjöllin með þriðja
gili, (talið vestanfrá), unz það endar; tekur þá við lægð, sem heitir
Langa-lág (91). Hún endar við Hveralón (92), austast í Hveradölum.
Langa-lág myndast af ávalabungu að vestan, en nokkuð háum hnúk