Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 104
104
við manni í suðri áður-nefnd fjallaröð, Tindur, Skeljafell og MosfelL
Þau austustu í suðaustri. Suðvestan-undir Mosfelli er Einbúi (123),
sandhóll, grasivaxinn að sunnanverðu. Hjá Einbúa var Sæluhús
áður en kofinn var byggður í Árskarði. Frá Einbúa rennur Jökulkvislin
í vestur-útsuður. Þar er Sigvaldakrókur (124), svo Innri-Hrísalækir
(125), þá Fuglasteinn (126) og Grashólar (127) út-við kvíslina; þar
er Gráshólavað (128). Litið sunnar eru Fremri-Hrísalækir (129). í
Hrisalækjunum er ágætt fyrir sauðfé. Þar nálægt fellur Jökulkvíslin í
Hvítá. Lít ð neðar er Ábóti (130), foss í ánni, og Ábótaver (131)
skammt frá; þar er og Ábótalækur (132). Grjótártunga (133) er þar
sem Grjótá (134) fellur i Hvítá. Vestan-við Grjótá eru Hestabrekkur
(135). Þar er gren. Nokkru ofar fellur Fosslækur (136) í Grjótá. Hann
kemur upp skammt fyrir framan Mosfell. í honum er foss. Neðan-við
fossinn er tjaldstaður og sæluhús. Þar austur-af er Fosslækjarver (137).
Svo, þar sem lækurinn kemur í Grjótá, er Fosslækjarsporður (13s).
Nokkru ofar með Grjótá að norðan er Álftarhvammur (139). Upptök
Grjótár eru austan-undir Mosfelli. Þar er hún í grunnu gljúfri, og
reonur svo niður úr Hænsnaverum (140); þau taka nafn af Hænsnum
(141); það eru tvær smáöldur, með blágrýtis-klettabeltum. Þar
suður-undan er Búðarháls (142); norðan-við hann kemur eystri kvíslin
af Grjótá. Hún hefir upptök sin þar skammt frá. Sunnan-við Búðar-
háls er Innra-Búðarfjall (143); þá Fremra-Búðarfjall (144); austan-við
það er Ófæri-krókur (145), syðst og utast á Miklu-mýrum. Suður-af
Búðarfjalli eru Veyghamrar (146); þar er gren; þeir ná næstum suður-
undir Sandá. Vestanundir þeim, innst, er Vegghamraver (147), þá
Vegghamragil (148), svo Hrafntóftir (149); sagt er, að þar hafi verið
bær fyr á tímum. Þá kemur Hrafntóftagil (150) og Hrafntóftaver
(151). Suður af því er Lausamannsver (152), og vestan við það
Lausamannsalda (153). Suður af henni Sandártunga (154); hún nær
fremmst á móts við Bláfell, á Tungnamannaafrétti. Efst austan-við
tunguna eru Sandáreyrar (155). Þar er safnið rekið yfir ána, það
sem innan-að kemur. Þar á móts við kemur Svíná (156) í Sandá,
og myndar Svínárnes (157). í því er tjaldstaður og sæluhús vestan-
við Svínárnesslæk (158), en þar fyrir austan og innan er Skyggnisalda
(42), og sunnan-við hana eru Svínárbotnar (159). Austan-við þá er
Mikla-alda (160), en norðan-í henni Miklu-öldu-botnar (161); þar er
gren. Vestur-frá Miklu-öldu er Búrfell (162). Innarlega vestan-í því
er Búrfells-gjögur (163); þar sultu kindur til dauðs oft áður fyr; það
er skúti eða klettasylla, með grastó í botni, niður í hana hlupu
kindurnar, en komust ekki þaðan aftur. Nú hefir það verið lagað.
Norðan-i Búrfelli eru Stangarárbotnar (164), og þar nokkuð framar