Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Blaðsíða 113
113
í Stíflufimtungnum voru allir bæirnir í dalnum fyrir ofan hólana. Fjórir
af þessum hreppshlutum voru kendir við bæi, sem í þeim voru,
Hraun, Holt, Brekku og Bakka. Einn er nefndur eftir dalnum, sem hann
náði yfir, Flókadal. Stíflufimtungurinn getur annaðhvort verið nefndur
svo af því, að dalurinn, sem hann náði yfir, hafi þá þegar verið
nefndur Stífla, eða að hann hefir verið kendur við það, sem aðgreindi
hann frá öðrum hlutum hreppsins, hólagirðinguna, Stífluna. Ef siðari
tilgátan er rétt, sem mér virðist líklegra, þá er það skiljanlegt, að
nafnið á fimtungnum verði nafn á dalnum og haldi áfram að vera
það eptir að fimtungskiftingin var horfin.
3. Sund.
Eins og kunnugt er, liggja nokkrar eyjar á Kollafirði við Faxaflóa.
Verða því sund bæði milli eyjanna sjálfra og milli þeirra og lands.
Að svo miklu leyti, sem sundum þessum eru gefin sérstök nöfn, eru
þau kennd við eyjarnar, t. d. Engeyjarsund milli Engeyjar og Effers-
eyjar, Viðeyjarsund milli Viðeyjar og lands, Þerneyjarsund milli Þern-
eyjar og lands. Eftir þessum sundum voru byggðarlögin við suðaust-
ur hornið á Faxaflóa nefnd um eitt skeið, a. m. k. á 15. og 16. öld,
en það byggðarnafn er nú horfið og gleymt fyrir löngu.
Árið 1490 skipaði og tilsetti Diðrik höfuðsmaður Pining sinn
»trvan þienara hinrek mæding at reka mins herra kongzens sýslo og
vmbod . . . vm kios kialarnes og med svndvm«.x) Umdæmi Mædings
hefir þannig náð yfir Kjósar- og Kjalarnes-hreppa, en hvað náði það
irekara, hvaða hérað var það, sem kallað var »með Sundum«?
Nafnið sýnist fyrst og fremst vera dregið af Viðeyjarsundum.
Þannig er í dómi frá lögmannsárum Eyjólfs Einarssonar (1480—14t4)
talað um greiðslu vígsbóta, sem fara eigi fram »aa Gvfvnese vid Vid-
ejar svnd«1 2) og í bréfi frá 1501 er talað um »Videy med Videyar-
svndvm«.3) Þetta má til sanns vegar færast um þessar jarðir báðar,
en það voru ekki þær jarðir einar, sem að Viðeyjarsundum lágu, sem
við þau voru kenndar. í síðastnefndu bréfi er þannig talað um jörð-
ina »þormodzdal . . . er liggr j mosfelltz kirkiv sokn med Videyiar-
svndum«, og meira að segja um jörðina Straum »er liggr vt j Hravn-
vm j Bessastada kirkívsokn med Videyarsvndvm«. Þetta bréf var
gert í Viðey og sjálfur ábótinn, Árni, var aðili að kaupunum, sem
bréfið hljóðar um, svo að bréfritararnir hljóta að hafa vítað það, að
1) Dipl. isl. VI. nr. 630.
2) Dipl. isl. VI. nr. ?99.
3) Dipl. isl. VII. nr. 561.