Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 118

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 118
118 furðu stór lækur. Uppspretturnar eru i fyrstu nær eystri hálsinum, en beygja næstum því óðara til vesturs, fyrir suður-odda Einstöku- torfu (21), og renna síðan vestan-við hana, Einstaka-torfa er all-stór jarðvegshnaus, sem staðizt hefir stormhrynur aldanna og sómir sér prýðilega þarna í draginu. Mun hún vera um þrjár dagsláttur að flatarmálsstærð. Það virðist vera óskráð lög meðal allra haustfjall- gangnamanna, að fara aldrei lengra en á Einstöku-torfu, nema kindur sjáist sunnar. En það ber oft við. Af torfunni er frek klukkutíma- reið suður úr draginu. Skammt norðan-við Einstöku-torfu gengur dalskora inn í fjallið, til suðvesturs, og nefnist Syðra-Landsuðurgil (22). Norðan- við það er á all-löngum kafla áferðarfagur fjallskambur, en illur yfirferðar. Fjall þetta er nafnlaust, nema nyrsta öxlin, er heitir Landsuðurgils- öxl (23). Norðaustanvert við hana gengur Ytra-Landsuðurgil (24) inn í fjallið. Með-fram fjallskambinum hið neðra eru sléttar eyrar, með mosaþembum, og nefnast Fremri-Hólmar (25), (réttara væri Syðri- Hólmar). Norðan-við Landsuðurgilsöxl breikkar dalurinn að mun. Austurfjallið nefnist þar Skvompufjall (26) á afarlöngu svæði og er bæði bratt og hátt, víðast hvar. Með-fram syðri hluta Skvompufjalls liggja Heimari-Hólmar (27) hið neðra, (réttara væri Ytri-Hólmar). Þeir eru víðlendir og fagrir; með fábreyttum gróðri þó. Áin rennur þar í mörgum kvíslum, lygnum eða stríðum, og er þar oft gæsafjöldi mikill síðari hluta sumars. Þvert inn í Skvompufjall, mjög sunnar- lega, gengur einkennilegt gil, bratt og alldjúpt, en ekki klettótt. Það nefnist Skvompugil (28); stundum þó aðeins kallað Skvompa (29), — kvenkyns-orð. Dálitlum spölnorðar en gilið eru Skvompulindir (30). Það eru ótal margar smáar og undurtærar kaldavermslu-uppsprettur, sem taka yfir allmikið svæði í neðanverðri fjallshlíðinni og fossa með þýðum niði milli mosavaxinna steina og hnúfu-barða. Renna þær allar í síki úr ánni, sem er rétt uppi undir hliðarrótunum. — Við norður-öxl Skvompufjalls er Tjaldstœði (31)fjallgangnamanna. Austan-við öxlina liggur Svartárdalur (32) suðaustur í fjallgarðinn. Það er heljarmikill, sérstæður dalur, hrikalegur, og illur yfirferðar. Inni á þeim dal er steinn, sem nefndur er Altari (33), stundum Gvendaraltari \34). Eftir dalnum fossar Svartáin (35) og rennur hún niður um hið djúpa mynni við norðuröxl Skvompufjalls, og alla leið ofan í Bleiksmýrardalsá. í vorleysingum er Svartá sannkallað mann- drápa-forað. Jafnvel að hausti til er illt að fara yfir hana, svo er farvegurinn staksteinóttur og pyttóttur. Ekki er nema steinsnar, að kalla má, frá mynni Svartárdals og norður í eitthvert hrikalegasta klettagilið, sem fyrirlinnst á öllum Bleiksmýrardal, Skessugil (36). Það
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.