Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 119
119
er feikna-bratt, en fremur þröngt, og eru ófærir klettaveggir á báða
vegu. Fellur lækur eftir Skessugili og myndar háan foss neðst. Snýr
hann beint móti vestri, en annars er stefna gilsins í norðaustur. Sagt
er, að tröll hafi búið í gili þessu til forna, og er um það saga í Þjóð-
sögum Jóns Árnasonar.
Nú kemur all-langur kafli úr dalnum, sem engin örnefni eru á.
Áin fellur þar, og jafnvel talsvert lengra norður, í þröngum og djúp-
um stokk; undirlendið að austan er aðeins örmjór hjalli, með dýja-
veitum og urðum, en uppi yfir rís fjallið, hátt og bratt, en ekki svo
mjög klettótt, eða giljum grafið. Dálítið breikkar undirlendið og fjallið
verður jafnframt klettóttara, um það bil við Vota-huamm (37), en það
er eins konar nes við ána, og liggur hjallinn ofan-við það. Há og brött
brekka er að hvamminum að austan og norðan, en næstum því slétt
ofan í hann að sunnan. Hvammurinn er mýrlendur, eins og nafnið
bendir til. í fjallabrúninni ofan-við er gamall tófubústaður, Vota-hvamms-
gren (38). Norðan Vota-hvamms taka Vota-hvamms-hólar (39) við.
Skriðuhnúfur við fjallsræturnar, en sléttir balarnir og fjalldrapamóar,
ásamt mýrlendi, taka yfir mikið flæmi. Framan-í háum árbökkunum
eru smá-hvammar og ýmsir skrítnir skápar. Þá kemur Svarta-giliö
(40), víður og eyðilegur grjótdalur, sem liggur, ekki þó ýkjalangt,
inn í fjallið, suðaustur með Svarta-gils-öxlinni (41), sem skagar dálitið
fram úr fjallinu sunnan-við. Úr gili þessu hefir myndazt breið og
mikil stórgrýtisskriða, sem nefnist Svarta-gils-skrióa (42). Eftir henni
streymir Svarta-gils-lœkurinn (43), sem öllu fremur mætti heita á en
lækur. Norðan-við Svarta-gils-skriðu eru grasi gróin mýraflæmi og
nokkru utar taka við háar og hrikalegar skriður með grónum sundum
á milli. Þær hafa fallið úr fjallinu fyrir ofan, en gilin þar eru þó
ekki mjög stór, og fjallið snotrara en við mætti búast. Lækur er
næstum því í hverri skriðu, en þær eru ótal margar, taka yfir mikið
svæði, en hafa engin sérstök nöfn. í einni skriðunni eru tófugren,
sem nefnd eru eftir Svarta-gilinu fyrir sunnan og heita Svarta-gils-gren
(44). Ég hefi þess vegna tekið mér vald til að nefna allar þessar
skriður einu sameiginlegu nafni, og það er Grenjaskriður (45).
Norðan-við Grenjaskriður gengur Bleiksmýrardalsáin svo nálægt
austurfjallinu, að þar er ekkert undirlendi á stuttum kafla, og aðeins
mjór hjalli á öðrum stuttum kafla. Þetta stykki heitir Bleiksmýrarklif
(46). Þarna eru snjóflóð tíð og hafa þau hrúgað upp stórum urðar-
hól, vestan við ána. Á Bleiksmýrarklifi er Bleiksmýrarklifsgren (47).
Þegar kemur norður af klifinu breikkar undirlendið strax dálitið og
og mikið þar skammt norðar. Eru þar mestmegins mýrar, en uppi
við fjallsræturnar eru ógurlegar skriður. Heitir flæmi þetta Bleiksmýri