Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Page 125
Örnefni á Aðalbólsheiði.
Merki milli Aðalbóls og afréttar er Fanngil (1). Liggur það frá
austri til vesturs, ofan í Austurá (2). Er tæpl. klukkutíma-ferð frá
Aðalbóli þangað fram. Skammt fyrir sunnan Fanngil er Skriðuhvammur
(3); þar hafa leitarmenn haft náttstað til skamms tíma, en eru nú
hættir því, fara alla leið ofan-á bæi. Nokkuð fyrir sunnan Skriðu-
hvamm er klettur i Austurárgili, sem heitir Skúti (4); sunnan við
hann er lítið þvergil, sem heitir Skútagil (5); er stutt þaðan fram á
Austurárgilsenda. Þar er stór foss í ánni. í kringum gilendann eru
hólar, sem einu nafni heita Fosshólar (6). Þaðan er stutt fram að
Hávellulæk (7); hann kemur austan-úr Hávelluvatni (8); það er
austur-undir Fitjá, ræður hún merkjum milli Aðalbólsheiðar og Víði-
dalstunguheiðar fram að Geiraldsgnypu (9); þaðan sjónhending í
Réttarvatnstanga. Norðaustan við Hávelluvatn er Hávelluvatnshóll
(10). Fyrir norðvestan vatnið, þar sem hálsinn er hæstur milli Fitjár
og Austurár, er mikið af stórum steinum. Heitir það Hraun (11).
Sunnan og vestan við Hávelluvatn eru grasflár miklar, ófærar með
hesta, ná þær suður að Biskupsási (12). Liggur vegurinn eftir honum
fram að Arnarvatni. Nokkuð fyrir sunnan ásinn er lítið vatn með
hólma í, sem heitir Sjömannavatn (13); Sjömannaflá (14) er við suð-
austurhornið á vatninu. Fyrir austan flána er Fitjárvatn (15); rennur
Fitjá í gegnum það. Að sunnanverðu við vatnið er Fitjárvatnshóll
(16). Fyrir sunnan og vestan vatnið eru urðarásar; þar eru tveir
stórir steinar með litlu millibili, sem heita Kjálkasteinar (17), syðri
og ytri. Þar er hálfnað frá Aðalbóli að Arnarvatni. Frá Kjálkasteinum
er rúm klukkutima-ferð suður að Geiraldslæk (18). Hann kemur austan-
af Stóra-sandi og rennur ofan í Austurá. Skammt fyrir sunnan það,
sem lækurinn fellur í ána, er strýtumyndaður hóll, sem heitir Geir-
aldshaugur (19). Fyrir sunnan hann er Störhóll (20); hann er líka
við Austurá. — Fyrir sunnan Kjálkasteina er vond urð, sem sumir
kalla Þraut (21). — Vettlingshóll (22) er að norðanverðu við Geir-
aldslæk, þar sem vegurinn liggur yfir hann. — Þar fyrir suð-
austan er lón í lækinn, sem heitir Tangalón (23). Fyrir vestan það
er melhryggur, sem vegurinn liggur eftir. Að vestanverðu við hrygginn