Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1933, Side 129
Athugasemdir
við greinina „Tvö Grettisbælií£.
Eftir að grein þessi, sem er hér fyrir framan, hafði verið prentuð,
-veitti ég því eftirtekt, að Þorv. Thoroddsen nefnir í skýrslunni um
rannsóknir sínar á hálendinu vestan við Langjökul sumarið 1898
(Ferðabók, IV., 76 o. frv.) Skammárvík „Grettisvík“. — Jón Pálsson,
bóndi í Fljótstungu, sem var með honum, mun hafa sagt honum það
nafn á víkinni, og önnur örnefni á heiðunum, en ekki munu Miðfirð-
ingar þá hafa nefnt víkina svo. — Þorvaldur nefnir einnig eina
hæð Svartarhæð, eins og Kristleifur Þorsteinsson (og Borgfirðingar
sennilega yfirleitt). Hann segir, að hún sé sunnan-við vatnið, gangi
»fram milli Grettisvíkur og Sesseljuvíkur«, og að vatnið sé hér lang-
mjóst norður-af henni. Kristleifur á við sömu hæð og Þorvaldur hér,
hæðina upp-af nesinu, sem er austan Ceciliuvíkur, og veiðimanna-
kofi eða fiskiskáli Húsfellinga og fyskabyrgin eru á. Koma orð Krist-
leifs, að »Grettisskáli blasi við af Svartarhæð«, betur heim, þar sem
hann á við þessa hæð. En hér er í rauninni um aðra hæð að ræða
en þá, sem Aðalbælingar segja, að heiti Svart(a)hæð, og sem vissu-
lega er hin rétta Svarta-hæð; hún er vestan Ceciliuvíkur, fyrir suð-
vestan vatnið. Hæðin, sem Þorvaldur á við (eftir Jóni Pálssyni), og
sömuleiðis Kristieifur, mun nyrðra kölluð Arnarvatnshæðir, eða vera
ein af þeim, sbr. vísu Jónasar Hallgrímssonar: »Efst á Arnarvatns-
hæðum«.
Þorvaldur Thoroddsen segir, að um Hvannamó renni lækur, sem
heiti Leggjabrjótur. Sennilega er' það sami lækurinn, sem Jónas á við
í sama smákvæði, og er hann þá ekki nafnlaus eins og ég hafði
heyrt.
Mér hefir nú komið til hugar, að sá lækjarós, sem Grímur frá
Kroppi sat við, er Þorkell Eyjólfsson fann hann, kunni að hafa verið
ósinn á Búðará; sbr. það sem Þorvaldur Thoroddsen segir um hann:
»Rétt fyrir norðan mynni Búðarár gengur Gettishöfði út í vatnið«.
Að vísu er Grettishöfði ekki alveg við ármynnið; áin rennur ekki í
9