Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 48

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Side 48
52 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS saman, að endar lögðust á misvíxl og voru negldir saman. Annar hólk- urinn eða hringurinn var víðari en hinn, svo að hann gekk utan yfir hann, og milli þeirra var svo sigtisbotninn festur. Ef sigtið stóð á borði, var neðri hólkurinn (þ. e. víðari hólkurinn) líkt og stétt (t. d. á blikkfötu) og allhátt frá borðplötunni upp í sigtisbotninn. Þegar mjólk var síuð í slíkum sigtum, var þunn léreftsrýja stundum lögð ofan á hárbotninn, til þess að betur síaðist. Gísli í Skógargerði segir, að þegar botninn bilaði, hafi verið reynt að prjóna í hans stað annan botn úr hrosshári eða kýrhalahári og festa í sigtið. Þessi útlendu mjólkursigti hafa áreiðanlega ekki orðið algeng hér fyrr en á 19. öld, jafnvel ekki fyrr en á síðari hluta aldarinnar. Nú skal hverfa að aðalefninu, síunaraðferðum þeim, sem kalla mætti fornar og íslenzkar. Það er sjálfsagt bæði fyrri og síðari tíma aðferð, þar sem melur er auðfenginn, að nota melræturnar, melbusk- una, melþvöguna til þess að sía mjólk á trog eða rjóma á strokk; var þá greitt úr buskunni og henni hagrætt laglega yfir ílátinu og hellt í gegn. Guðlaugur E. Einarsson (f. 1883) segir mér, að þegar hann var að alast upp í Holtum í Rangárvallasýslu, hafi Þykkbæingar ver- ið fátækir og sauðfáir, og því hafi konur þeirra oft á vorin farið upp um sveitir til þess að verða sér úti um ullarhár. Höfðu þær þá með sér melbuskur til þess að víkja konum, sem urðu fegnar að fá þetta í síur og þvögur og gáfu gjarnan ull í staðinn. Magnús Finnbogason frá Reynisdal segir, að Meðallendingar hafi á sama hátt látið Mýr- dælinga hafa melbuskur í skiptum fyrir annað, t. d. fýl, og Eyjólfur á Hvoli segir, að melþvaga hafi venjulega verið höfð fyrir sigti. Og loks er svo merkileg heimild um þetta í Lbs. 366, 8vo, sem í er meðal annars „Eitt samtal, er sýnir mannanöfn, ein og önnur orð og tals- hætti, sem fyrir falla í tali almúgafólks, sérdeilis í Skaftafells sýslu“. í samtalinu er bóndi m. a. að hvetja konu sína til að vanda smjörið og ostana, sem fara eiga til prestsins. Hún svarar: „Nú vil eg ekki tala á móti þér svo sem skap mitt býður mér til, en veit þó hvaðan þessi alda rennur, af þeim dritnasta bæklingi, sem hér er kominn á gang.4) Eg helli aldrei ósíaðri mjólk í strokk, því þó eg hafi ekki norðlendska sílárinn, þá hef eg þó, eins og allir hér, sum- taksþvöguna eða þurrasefsgrindina (þurrasef er hrossanálin), sem riðuð er í pokakorn og hellt í mjólkinni, en haldið í hornin báðum 4) Hér er sveigt að áðurnefndum bæklingi Olaviusar.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.