Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 51

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1960, Síða 51
AÐ SAUMA SlL OG SlA MJÓLK 55 (bls. 160) er colum (sigti) þýtt með síll, sílár, sía. í sama lista er (bls. 161) cilicium þýtt með hársíll sá, sem gjörður er af kýrhölum, en í listanum Lbs. 1968, 8vo (bls. 161), er sama orð þýtt með hárdúk- ur, sílhár, en í orðinu sílhár tel ég vafalaust að kenni alþýðuskýring- ar, vegna þess að sílárinn var búinn til úr hári, sbr. hársíll.7) Þegar á dæmin öll er litið, tel ég óhætt að álykta, að sílár og síll sé hið sama, dúkur til að sía með, gerður úr hári. í nútíðarmáli er lár alltaf hirzla til að geyma ullarvinnu eða smáhluti í (trafalár) eða til að leggja kembur í (kembulár), og aðaleinkenni lársins er að í hornunum eru stuðlar, sem hliðar og gaflar eru felldir j. En lár hefur áður haft víð- tækari merkingu. Elzta heimild um orðið er Guðmundur Andrésson (um 1650), sem þýðir það með arcida, calathus, þ. e. kistill, fléttuð karfa. Jón Rúgmann gefur líka merkinguna brugðin tágakarfa (cor- bis vimine plexa). Björn Halldórsson þýðir lár með arca v. capsa, Kasse til Fruentimmersager, Uldkurv, Sykurv, Syskrin. Að öllu þessu athuguðu er ekki vafi á, að lár hefur m. a. haft merkinguna brugðin karfa, og það mun vera sú merking, sem geymist í orðinu sílár, þ. e. leppur eða dúkur til að sía með, brugðinn úr hári. Orðið sílár finnst ekki í nútíma orðabókum, en er þó ekki aldauða í málinu. Ólína Magnúsdóttir á Kinnarstöðum í Barðastrandarsýslu skrifar mér óaðspurð (22. 11. 1958), að hún og móðursystir sín fjör- gömul kannist við orðið sílár, „sem notaður var til að sía á bæði mjólk og annað. Hann var ferköntuð grind (með endum allra hlið- fjalanna standandi út af hornunum, K. E.) og var sían, t. d. léreft, fest á trénagla á grindinni“. Hér merkir sílár fyrst og fremst grind- ina, enda er það ekki óeðlileg merkingarþróun. Og trúlegt er, að með bæði síll og sílár hafi stundum verið átt við báða hluta búsgagnsins, síuna og grindina, og þannig er orðið síill skýrt í orðabók Blöndals. En frummerkingin í báðum orðunum sían í þrengri merkingu, síu- dúkurinn sjálfur. 7) Mjólkursigtisbotn úr kýrhalahári var í Noregi kallaður silhár eða silár (sbr. Falk, Nynorsk etymologisk ordbok). Yfirleitt má segja, að í Noregi hafi þekkzt lík aðferð við að sauma síl og hér á landi (sjá t. d. E. Vegusdal Eriksen, Farne tider. Folke fra Beiarn II, Oslo 1958, bls. 52; Hilmar Stigum, Det gamle melkestellet, Den Norske Turistforenings Árbok 1956, bls. 143 o. áfr.). í sænsku þekkist orðið silshár aðeins sem nafn á sóldögg (Drosera rotundifolia). Annars er rétt að taka fram, að þessi ritgerð setur sér ekki það mark að gera samanburð á íslenzkum sílum og erlendum, og mundi þó slík rannsókn vera fróðleg.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.