Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 12

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 12
18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS sinnt inn á milli eða þegar tómstundir gáfust og var t.d. öllum sem þekktu ljóst, hvílíkt starf lá i ritstjórn Árbókar. Árið 1981 var Kristjáni veitt prófessorsnafnbót við Háskóla íslands, sem fylgdi heimild til kennslu. Hugðist hann notfæra sér hana og halda fyrirlestra við heimspekideild um fornminjar frá fyrstu tíð íslandsbyggðar samkvæmt kennsluskrá. Eftir að hann lét af embætti forseta tók hann sæti í byggingarnefnd Nor- ræna hússins í Þórshöfn í Færeyjum. Annars sóttist hann ekki eftir vegtyllum né heiðursstöðum og vildi heldur losa sig undan erilsömum ábyrgðarstörfum. Sumarið 1982 fóru þau hjónin Kristján og Halldóra ásamt fleiri íslend- ingum til Eystribyggðar á Grænlandi sem gestir suðurgrænlenzku héraðs- stjórnanna vegna 1000 ára minningarhátíðar landnáms Eiríks rauða. Þarna var margt manna saman komið, landsmenn og erlendir, og hitti Kristján þarna ýmsa fornvini af sviði fornleifarannsókna og þjóðminjavörzlu. Var hann þarna á kunnugum slóðum, hafði sjálfur tekið þátt i rannsókn Þjóð- hildarkirkju í Brattahlíð árið 1962 og Grænland var honum hugleikið vegna hinnar norrænu miðaldaþjóðar og endaloka hennar, sem enn er í móðu hulin. Þessi ferð var Kristjáni talsvert erfið, en hann var greinilega þarna í kæru um- hverfi. í ágúst 1982 var haldinn á Laugarvatni fundur norrænna fornleifafræð- inga. Tók Kristján nokkurn þátt í fundinum og tók m.a. á móti fundargestum í Skálholti og á Þingvöllum og skýrði sögu og minjar á þessum stöðum og gildi þeirra fyrir okkur íslendinga. Mun þá fáa hafa grunað, er sáu hann þarna glaðan og reifan, að svo skammt væri eftir ævinnar, sem raun varð á. Þeir, sem gerzt þekktu Kristján vissu, að hann gekk ekki heill til skógar síð- ustu árin, þótt hann léti ekki á því bera út i frá. Kenndi hann hjartaveilu og varð að forðast b'kamlega áreynslu eftir megni, en í daglegu lífi virtist sjúk- dómurinn ekki há honum. Afköst og áhugi voru óbiluð og allt fram á síðasta ár fór hann í rannsóknarferðir, bæði austur í Papey tvívegis og tvívegis að Hrífunesi í Skaftártungu, en þá hafði hann með sér góða samverkamenn, sem léttu af honum líkamlegu erfiði að mestu. Miðvikudaginn 25. ágúst 1982 fór Kristján til rannsóknar á sjúkrahús. Þar fékk hann þann úrskurð lækna, að hann yrði að fara þá þegar vestur um haf til læknisaðgerðar. Hafði hann ekki búizt við, að heilsufar sitt væri svo alvar- legt sem raun bar vitni, en læknar voru sammála um, að hér mætti engan tíma missa. Þeir gáfu samt mjög góða von um bata, þar sem læknisaðgerðir af þessu tagi eru orðnar algengar og takast i flestum tilvikum mjög vel. Áttum við tal saman tveimur kvöldum síðar og var hann þá að gera ráðstafanir til rannsóknar nýfundins kumls á kumlateignum í Hrífunesi, þar sem hann hafði sjálfur rannsakað fornkuml árið áður og einnig hrosskuml alllöngu áður, en
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.