Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 203
206
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þá voru sex ár liðin frá því viðir hennar voru fluttir þangað vestur, einu ári
eftir að kirkjan var tekin ofan á Reykhólum. — Sr. Sigurður Pálsson vígslu-
biskup vígði kirkjuna og var þar fjölmenni, prestar prófastsdæmisins og fyrr-
verandi sóknarprestar, heimamenn og gestir og rúmaði hin litla kirkja hvergi
nærri alla þá, sem til vígslunnar komu. — Endursmíð kirkjunnar tókst vel að
lokum og sómir hún sér vel á hinu gamla kirkjustæði.
Þjóðminjasafnið lánaði þangað aftur hina gömlu minningartöflu Björns
Gíslasonar og Guðrúnar Eggertsdóttur, sem áður var i kirkjunni og nú er á ný
höfð í altaristöflu stað, en taflan sem síðast var eyðilagðist við kirkjufokið
1973.
Gunnar Guðmundsson bóndi á Skjaldvararfossi endurreisti kirkjuna að
lokum með miklum ágætum. — Að vígsluathöfn lokinni buðu heimamenn til
samkvæmis í Örlygshöfn og fluttu þar ávörp þjóðminjavörður og Hörður
Ágústsson, sem yfirumsjón hafði með endurbyggingu kirkjunnar.
í ferð sinni vestur skoðuðu þeir Hörður kirkjurnar á Hrauni í Keldudal,
sem nú er í eyðisveit, Hrafnseyrarkirkju, Þingeyrarkirkju og Gufudalskirkju
og gáfu sums staðar leiðbeiningar um viðgerðir.
Hraunskirkju hefur Þjóðminjasafnið áhuga á að fá til varðveizlu og endur-
reisa hana siðar meir inni í safnhúsinu þegar úr rætist með pláss þar. Mætti
þannig sýna dæmigerða 19. aldar timburkirkju með öllum búnaði sínum.
Heimamenn hafa mikinn hug á að láta gera við Hrafnseyrarkirkju, en
þjóðarhneisa væri ef fæðingarstaður Jóns Sigurðssonar félli úr tölu kirkju-
staða. Nýlega hefur verið reist kapella inni í staðarhúsunum, sem gerir vissu-
lega erfiðara fyrir um varðveizlu gömlu kirkjunnar.
Gufudalskirkja er reist eftir teikningu Rögnvalds Ólafssonar. Hefur lítillega
verið hafizt handa um viðgerð hennar, en betur þarf að gera svo viðunandi
megi kallast.
Á Grenjaðarstað var talsvert unnið að viðgerð gamla bæjarins, einkum í
göngum. Einnig var nokkur aðgerð gerð í Glaumbæ. Jóhannes Arason frá
Múla vann einn í Glaumbæ en á Grenjaðarstað vann hann með heimamönn-
um.
í Skaftafelli var gert við vestara fjárhúsið frá Bölta, sem stendur uppi í tún-
inu rétt við veginn heim að Selinu og Hæðum. Ákveðið er að halda þessum
húsum við og réttinni, sem hjá þeim er. Þá var endurbyggt eldhúsið vestan við
Selsbæinn og notaðir til þess gömlu eldhúsviðirnir frá Hæðum, sem þar voru
síðast í fjósinu.
Gísli Gestsson fv. safnvörður hafði umsjón með þessum verkum, en Sigur-
þór Skæringsson og Jóhann G. Guðnason önnuðust hleðslu- og bygg-
ingarverk.
Áður höfðu þau Gísli, Lilja Árnadóttir og Margrét Gísladóttir safnverðir