Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 29
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
8. mynd. Teiknaðir munir frá Steinfinnsstöðum. Fig. 8. Drawn objects from Steinfinnsstadir.
um, sem mynda tigul- og þríhyrningslaga ramma utan um kringlótt ’augu', hvít- og rauð-
rákótt með rauðum augasteini. Lengd 2.5 sm, þvermál líklega 2.5 sm, þvermál augna 0.7
sm, þvermál boraðs gats 0.6 sm. Perlur af þessari gerð voru algengar í Skandinaviu og hafa
verið timasettar til seinni hluta 10. aldar (Callmer, 1977, bls. 77 & 85). Einna líkust þessari
er perla sem fannst í gröf 1067 í Birka í Svíþjóð (sjá Arbman, 1943, bls. 444 & sami, 1940,
Taf. 121, 13a).
39. Járn (Þjms. 1.7.1981, mynd 8,1), brotið. Klauf er upp í brotna endann. Lengd mest 4.5 sm,
breidd 2—3 sm, þykkt 0.4 sm. Líklega endi af skeifu; stærðarhlutföllin falla inn í heila
skeifu frá Þuríðarstöðum efri (mynd 17,2).
40. Nagli (Þjms. 15.7. 1982), úr járni, ferstrendur og flatur, með flatan haus. Lengd 9.0 sm,
breidd 0.6 sm, þykkt 0.3 sm, þvermál hauss 1.5 sm.
Allt frá því að fyrst var vitað um byggðaleifarnar á Kápu, hafa þær verið
taldar leifar forns bæjarstæðis. Ef litið er á muni þá sem þar hafa fundist, og
lýst hefur verið hér að framan, má sjá, að margir þeirra eru þess eðlis, að
ógerningur er að tímasetja þá nákvæmlega. Þó eru á meðal þeirra munir, sem
hægt er að tímasetja, og gefa þeir nokkra vísbendingu um aldur byggðar-
innar.
Kumlin hljóta, heiðnu eðli sínu samkvæmt, að vera frá því fyrir árið 1000;
munir þeir, sem í þeim fundust, samsvara vel öðrum kumlafundum: bein,