Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 191
194
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Þjóðminjavörður fór um Húnavatnssýslur og Skagafjörð í júní, einkum
vegna viðgerðar gömlu bygginganna, og hann fór ásamt Lilju Árnadóttur
safnverði aftur um sömu slóðir í september sömu erinda. Þá fór hann ásamt
Herði Ágústssyni að Staðarbakka í Miðfirði vegna málunar kirkjunnar, sem
gert hafði verið við þá árið áður, og gáfu þeir leiðbeiningar í þvi sambandi.
Aftur fóru þeir í september að Hrepphólum og Hruna vegna viðgerðar kirkn-
anna þar svo og að Galtafelli að skoða sumarhús Einars Jónssonar, sem eig-
endur hafa ákveðið að gera við.
Þjóðminjavörður og Halldór J. Jónsson safnv. fóru að Laxfossi í Borgar-
firði um haustið, þar sem verið var að taka upp gamla búið. Var sótt þangað
gamalt og merkilegt stýrishús af bát, sem fara mun til sjóminjasafns.
Þá sótti þjóðminjavörður fund á vegum Fjórðungssambands Norðurlands,
sem haldinn var á Húsavík 27. júní um safnamál á Norðurlandi. Komu þar
fulltrúar flestra safna á Norðurlandi og voru rædd ýmis mál safnanna, en
einkum var þessi fundur til kynningar. — í ferðinni skoðaði hann gömlu
kirkjuna á Þóroddsstað í Kinn, sem reist var 1885 og vígð árið eftir, orðin
léleg nú og ekki vitað, hvort ráðizt verður í að gera við hana eða reisa nýja.
Þjóðminjavörður sótti í apríl fund noryænna þjóðminjavarða í Alingsás í
Svíþjóð, þar sem rætt var um fornminjavernd, húsafriðun og viðgerðir, þjóð-
minjalög landanna og ýmis sameiginleg vandamál. Þessir fundir eru haldnir
árlega og hafa reynzt afar mikilsverðir til kynningar og sameiginlegra fram-
kvæmda.
Elsa E. Guðjónsson flutti erindi, Islandske broderier og broderersker i
middelalderen, á Norrænni kvennasöguráðstefnu i Skálholti 21.—26. júní.
Enn fremur sótti hún stjórnar- og aðalfund Alþjóðasamtaka textílfræð-
inga, CIETA, sem haldinn var 21.—24. september i Prato á Ítalíu. Flutti hún
þar erindi um íslenzk sjónabókarhandrit frá 17.—19. öld. Áður um sumarið
hafði hún í sambandi við eigin ferð til Stokkhólms rannsakað þar gamalt er-
lent sjónabókarhandrit í Nordiska Museet.
Guðmundur Ólafsson sótti fund i Kaupmannahöfn 2.—3. marz ásamt fær-
eyskum og grænlenzkum safnmönnum um sýningar Útnorðursafnsins, sem
ákveðið var á Grænlandi að efna til. Hvert land mun gera sýningar um
ákveðna þætti úr sinni þjóðmenningu og var ákveðið, að ísland gerði í fyrsta
áfanga sýningu um torfbæinn og íslenzka hestinn. Verður hin fyrrnefnda gerð
á vegum Þjóðminjasafns en hin síðari Árbæjarsafns.
Einnig sóttu Guðmundur og Mjöll Snæsdóttir á vegum Þjóðminjasafnsins
fund í Túnsbergi i Noregi 23.—26. febr. um skráningaraðferðir við bæjagrefti
á Norðurlöndum, en kostnaðinn við fundinn greiddu Norðmenn.
Guðmundi var einnig boðið að vera viðstaddur opnun víkingasýningar-
innar í Stokkhólmi, þeirrar er verið hafði vestan hafs.