Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 50
54
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lýsingar byggðaleifanna sýna ljóslega hversu hratt þær hafa eyðst af upp-
blæstrinum. Leifarnar á Steinfinnsstöðum, sem af lýsingum virtust allgreini-
legar árið 1860, voru þannig aðeins útflött grjótdreif árið 1980. Á Þuríðar-
stöðum virðast byggðaleifarnar vera nokkuð skipulegar árið 1906, en árið
1980 sá þar enga mynd á neinu. Og byggðaleifarnar á Þuríðarstöðum efri, sem
fyrst fór að blása upp fyrir 15—20 árum að því er virðist, eru nú svo til að
hverfa ofan í gil sem myndast hefur rétt við þær. Mikinn áramun var að sjá,
sérstaklega á þessum síðastnefndu byggðaleifum, milli 1980 (14. mynd) og
1982 (15. mynd). Vert er að veita því eftirtekt, að öll uppblásnu bæjarstæðin
liggja utan þjóðgarðsgirðingarinnar. Munurinn á gróðurfari innan og utan
girðingar er mjög mikill. Er vafalaust, að átroðningur, aðallega sauðfjár,
hefur aukið á uppblásturinn og slæmt ásigkomulag byggðaleifanna.
Vitað er um byggðaleifar á ýmsum stöðum á hálendi íslands, en svo virðist,
sem á þessum stöðum, sem margir hverjir teljast nú vart byggilegir, hafi byggð
hafist snemma, og lagst af snemma. Athugun byggðaleifanna á Þórsmörk
gefur góða hugmynd um það, hver örlög geta beðið byggðaleifa sem þessara
vegna uppblásturs, og hvaða áhrif friðun getur haft á varðveislu þeirra. Hún
sýnir einnig, hversu brýnt verkefni það er, að safna upplýsingum um leifar af
þessu tagi, en slík söfnun verður í mörgum tilfellum brátt um seinan.
Þakkir
Ég vil þakka samstarfsfólki mínu við þessa rannsókn, þeim Paul Buckland fornvistfræðingi,
John Gerrard jarðvegsfræðingi, Peter Foster tæknimanni og Andrew Dugmoer nemanda, við
landafræðideild Birminghamháskóla, en þeir aðstoðuðu allir á einhvern hátt við uppdrátt
byggðaleifanna. Þá vil ég þakka þeim Tim Grogan og Carl Burness, tækniteiknurum við sömu
deild, en þeir gerðu allar teikningarnar sem fylgja greininni. Leverhulme-sjóðurinn í Bretlandi
stóð straum af kostnaði við þessa rannsókn.
SUMMARY
This paper is based upon investigations into building remains in Thórsmörk, southern Iceland,
in the summers of 1980, 1981 and 1982, as part of a larger multidisciplinary study of farm aband-
onment in the district of Eyjafjallasveit. Thórsmörk, for long a mountain pasture, has become a
popular tourist resort and part of it is now a National Park. According to documentary evidence,
farms were first established in Thórsmörk shortly after the country was settled in the 9th century.
These settlements were relatively shortlived, but the attempt was repeated for one year in the early
19th century, and the remains of this, in the middle of the National Park, are those now most in
evidence in the area. Three other sites are known, all located outside the preserved area and all ex-
tensively eroded.
The first part of the paper deals with the documentary evidence of settlement in Thórsmörk,
which comes chiefly from Landnámabók, the Book of Settlements, an account of the initial settl-
ers in Iceland, probably compiled in the 12th century. It states, that the settlers Ásbjörn and