Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 23
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þessum stað þegar er fyrst var vitað um þyggðaleifarnar (sjá Kálund, 1877,
bls. 261; Páll Sigurðsson, 1886, bls. 511; Sigurður Vigfússon, 1892 bls. 38—
9). Það var þó ekki fyrr en 1925, að hluti kumlateigsins, sem var vestan
bæjarstæðisins, niður við Þröngá, var rannsakaður (Matthías Þórðarson,
1925, bls. 49—51). Við þessa rannsókn fannst kuml manns og hests. Þau voru
í miklum halla og höfðu veðrast illa; grjótið úr þeim hafði hrunið út úr rof-
barði. Nú er ekkert rofbarð þarna lengur. Grjótdreifar voru einnig rétt austan
og vestan við kumlin, sem Matthías athugaði, og taldi hann þar hafa verið
önnur kuml, en tvær hauskúpur höfðu fundist nokkru áður niðri á aurunum
neðan kumlaleifanna. Enn áður höfðu bein (Þjms. 2435) borist Þjóðminja-
safninu, sem helst voru taldar vera úr konu (Kristján Eldjárn, 1956, bls. 30).
Ekki reyndist unnt að afla frekari upplýsinga um þessi bein eða kumlin, sem
þau munu hafa tilheyrt. Af framangreindu má þó ráða, að í kumlateig
Steinfinnsstaða hafa verið grafnar 3 eða 4 manneskjur og 1 hestur.
Byggðaleifarnar á Steinfinnsstöðum eru nú það illa farnar, að vart verður
ráðið í þær með nokkurri vissu. Af umfangi grjótdreifarinnar má þó sjá, að
allmiklar byggingar hafa verið á þessum stað, og af munum þeim, sem þar
hafa fundist, er augljóst, að þarna hefur verið búið. Meðal bygginganna hefur
líklega verið íbúðarhús (A), smiðja (B), og útihús (C), örlítinn spöl norð-
austur af bæjarhólnum. Auk þessa hefur verið kumlateigur vestan bæjar-
stæðisins, niðri á bakka Þröngár, en hann gefur nokkra vísbendingu um aldur
byggðarinnar. Það gera einnig nokkrir þeirra muna sem fundist hafa, og fylg-
ir listi yfir þá hér á eftir.
Ekki tókst að hafa upp á öllum þeim munum, sem skráðir eru frá þessum
stað, en lýsing þeirra, sem ekki voru athugaðir, er tekin upp úr skrásetningar-
bókum Þjóðminjasafnsins, stytt Skrásetn.Þjms., eða öðrum heimildum, sem
tilteknar eru hverju sinni. Sérstaklega er stuðst við bók Kristjáns Eldjárns,
Kuml og haugfé úr heiðnum sið, stytt K.E., 1956. Byrjað verður á þeim mun-
um, sem fyrst eru taldir hafa borist safninu og þeir síðan teknir í tímaröð eftir
því sem unnt er.
Fyrsti hluturinn, sem barst safninu frá þessum stað, mun vera sá sem Einar
bóndi í Stórumörk færði Sigurði Vigfússyni eftir að hann kom þar í annað
sinn, líklega í kringum 1870.
1. „Skæri úr járni, lengd 14.8 sm, eggin 8.5 sm, blaðbreidd mest 1.7 sm. Augað 2.2—2.5 sm
að þvermáli að innan. Mjög ryðétin og af annað augað að mestu“ (Þjms. 2432) (Skrásetn.
Þjms.). Kristján Eldjárn (1956, bls. 340—341) segir skæri þessi vera með nútímalagi og lík-
lega þau elstu sinnar tegundar á íslandi. Einungis reyndist unnt að skoða þessi skæri af
mynd að þessu sinni (4. mynd). Um þau, sjá einnig Brynjúlfur Jónsson, 1894, bls. 22.
Eftir ferð sína á Kápu 1883, færði Sigurður Vigfússon safninu eftirfarandi:
2. „Nokkrar hrosstennur“. (Þjms. 2434) (K.E., 1956, bls. 30).