Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 16

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Page 16
22 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS þrjá bæi á Þórsmörk, eru því mun meiri, hvort sem byggðaleifarnar á Kápu eru þar taldar með eða ekki. Bæjarstæðin þrjú sem eru uppblásin, bera þess öll merki, að þar hafi snemma verið búið. Ekki er nú unnt að segja til um það, hvenær fyrst var byggt í Húsadal, en landgæði staðarins og ummæli í Jarða- bókinni frá 1709 um forna garða þar (Jarðabók 1, bls. 102), benda til þess, að það hafi verið snemma. Úr þessu verður þó ekki skorið nema með frekari rannsókn. Til viðbótar þessu er í Njáls sögu nefnd önnur Mörk, bær Ketils Sigfússonar sem ’bjó í Mprk fyrir austan Markarfljót1 (ÍF I2, bls. 88). Er hér að öllum líkindum átt við Mörk undir Eyjafjöllum. Höfundur sögunn- ar hefur þekkt bæi á báðum stöðum og er því ólíklegt, að hann sé að rugla þeim saman. Fræðimenn hafa á síðustu árum talið byggðaleifarnar á Kápu vera eftir bæ Steinfinns, og nefnt þær Steinfinnsstaði. Ekkert það hefur komið fram við þessa rannsókn, sem mælir gegn þeirri skoðun, að þarna hafi verið landnáms- bær. Athugun á munum fundnum á staðnum styður hana frekar en hitt. Óvissara er, hvort bær Ásbjarnar hefur verið á öðrum hvorum Þuríðarstöð- unum eða í Húsadal. Óneitanlega tengist bæjarnafnið Þuríðarstaðir Ásbirni, þar sem tengdadóttir hans hét Þuríður, en ekki er vitað hvenær nafngift bæjar- ins varð til. Ýmsir hafa velt þessu fyrir sér, eins og fram kemur hér á eftir, og er engu nýju þar við að bæta. Byggðaleifarnar á Steinfinnsstöðum Norðan Þröngár, sem er norðurtakmark Þórsmerkur, liggur rani, sem nefnist Kápurani. Markast hann af Ljósá að norðan, og rennur fram í totu til vesturs þar sem árnar mætast. Sunnan í þessum rana, andspænis Hamraskóg- um, er bæjarstæðið, sem nú er almennt nefnt Steinfinnsstaðir, allt uppblásið (1. mynd). Af loftmyndum frá 1960 má sjá, að þá var gróður á rananum þó nokkur, en hann er nú aðeins örlítill í gilskorningum vestan og norðan bæjar- hólsins. Rúmlega 100 ára gamlar lýsingar á byggðaleifunum, sem síðar verður vikið að, gefa til kynna, að land hafi mikið blásið upp á þessu 100 ára tíma- bili. Athuganir, sem gerðar voru á jarðlagaskiptingu í rofbarði nálægt bæjar- stæðinu, árið 1980, staðfestu þetta, en þar lá 83 sm þykkt lag af fokjarðvegi yfir gjóskulaginu úr gosinu í Eyjafjallajökli frá 1821 (skv. athugun John Gerrard jarðvegsfræðings). Bæjarstæðið er í um 250 m hæð yfir sjó, með útsýni í norð-vestur, út á Markarfljótsaura. Frá því sér ekki heim að neinu öðru bæjarstæði, en ef gengið er upp á Kápuranann að baki bænum, má sjá heim að Einhyrningsflöt- um, þar sem talið er að Bólstaður landnámsmannsins Sighvats rauða hafi ver- ið (Guðrún Sveinbjarnardóttir, 1982).
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178
Page 179
Page 180
Page 181
Page 182
Page 183
Page 184
Page 185
Page 186
Page 187
Page 188
Page 189
Page 190
Page 191
Page 192
Page 193
Page 194
Page 195
Page 196
Page 197
Page 198
Page 199
Page 200
Page 201
Page 202
Page 203
Page 204
Page 205
Page 206
Page 207
Page 208
Page 209
Page 210
Page 211
Page 212
Page 213

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.