Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 90
94
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fyrir 250 krónur. Tveir þriðju verðsins voru greiddir af kirkjufé, en þriðj-
ungur af samskotafé barna og kvenna með forgöngu sóknarprestsins.19
2. í Staðarfellskirkju á Fellsströnd er upprisumynd máluð 1892? Það ár
fóru bréf á milli forstöðumanns Forngripasafns og manna fyrir vestan, þeirra
sr. Kjartans Helgasonar í Hvammi og Hallgríms Jónssonar á Staðarfelli þar
sem fram kemur að Sigurður Vigfússon hefur fallist á, að útvega nýja töflu
gegn gömlum munum úr kirkjunni. 19. ágúst sama ár skrifar sr. Kjartan
Pálma Pálssyni þá nýorðnum forstöðumanni Forngripasafns og vonast hann
til, að hægt verði að útvega töfluna þótt Sigurður sé fallinn frá, en hann lést 8.
þess mánaðar. í bréfi þessu kemur fram, að heimamenn hafa haft ákveðnar
óskir um stærð og söguefni myndar: „Altarið í Staðarfellskirkju er 2 álnir og
3 þuml. á breidd, og færi víst bezt á að taflan væri jöfn því; þó get jeg ekki
sjeð að neitt illa færi á því þótt hún væri lítið eitt mjórri. Um hæðina á jeg
ekki gott með að segja neitt á kveðið. Gafl kirkjunnar er mjög stór (og auður)
og þolir því stóra töflu; altaristaflan í Reykjavíkurkirkju mundi t.d. sýnast
fremur oflítil en ofstór í Staðarfellskirkju... Jeg spurði Hallgrim hvað honum
litist um það, og óskaði hann helzt eptir ,,kveldmáltíðinni“, en ekki er honum
það áhugamál. Hræddur er jeg um að slík mynd yrði dýrari en aðrar ein-
faldari þótt jafnstórar væru.“20
í prófastsvísitasiu 1893 kemur fram, að tafla hefur verið keypt fyrir 265
krónur,21 en það sama ár kom til Forngripasafns altarisbrík frá Staðarfelli, nú
Þjms. 3919.
3. í Flateyjarkirkju á Breiðafirði er altaristafla máluð 1885 af Kristi með
tveimur postulum á leið til Emaus. Töfluna útvegaði biskup frá Kaupmanna-
höfn að beiðni Sigurðar Jenssonar prófasts i Flatey og kostaði hún 250
krónur.22 (Sjá mynd 2.)
Áður var í kirkjunni kvöldmáltíðarmynd, nú í Þjóðminjasafni nr. 10170.
4. í Hagakirkju á Barðaströnd er altaristafla máluð árið 1900 og sýnir hún
Krist á leið til Emaus með tveimur postulum. í prófastsvísitasíu 1902 er þess
getið, að kirkjan hafi þá nýlega eignast töflu eftir Anker Lund.23
5. í Múlakirkju á Skálmarnesi er altaristafla máluð 1899 og sýnir það þegar
Kristur læknar blinda manninn. Töflu þessa útvegaði biskup til landsins
haustið 1899 að beiðni prófasts og kostaði hún 164 krónur, sem greiddust af
kirkjufé.24
6. í Ögurkirkju við ísafjarðardjúp er altaristafla máluð 1889 og er hún af
upprisu Krists. Hún kom til kirkjunnar 1890 fyrir milligöngu Forngripasafns-
ins25 samanber það sem áður er sagt.
7. í Unaðsdalskirkju á Snæfjallaströnd er altaristafla máluð 1899 af Kristi
þar sem hann læknar blinda manninn. Ekki hefur tekist að rekja hvernig eða
hvenær hún kom til kirkjunnar.