Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 28
byggðaleifar á þórsmörk
33
7- mynd. Hringja í Borróstíl, frá Stóruborg í Eyjafjallasveit. Ljósm. höf. Fig. 7. A buckle in
Borre style, from Stóraborg in Eyjafjallasveit.
30. „Snældusnúður, hálfur, ljósgrár, lengd 2.5 sm, breidd 1.1 sm.“ (Þjms. 4313) (K.E., 1951,
bls. 44).
31. „Grýtubrot, blágrátt, hvelft, lengd 6.3 sm, breidd 11.6 sm, þykkt 1.7 sm.“ (Þjms. 1086)
(K.E., 1951, bls. 44).
32. „Grýtubrot, hvelft og liklega úr sömu grýtu og Þjms. 1086. Lengd 4.8 sm, breidd 10.4 sm,
þykkt 1.8 sm. Þetta brot er úr barmi og hefur hann verið sléttur og flatur ofan; gegnum
hann stendur járnnaglabrot, og hefur eyra (úr járni) verið neglt á, sbr. Rygh 729“. (Þjms.
1098) (K.E., 1951, bls. 44).
33. „Grýtubrot 2, grágræn, lengd 6.2 sm og 7.4 sm, hvelfd“. (Þjms. 2433) (K.E., 1951, bls. 44).
Eftirtaldir munir voru tíndir upp af ferðamönnum, sem leið áttu um staðinn, og afhentir safninu
árið 1974.
34. Snældusnúður (Þjms. 1974:209, mynd 5,5), hálfur, úr klébergi, blágrár með gulum dröfn-
um. Þetta er hinn helmingurinn af Þjms. 9084 (7. hér að framan) og betur varðveittur.
Botninn er slétt slípaður, en hrjúfur á 9084. Snúðurinn allur er ekki alveg kringlóttur. Er
hann 3.5 x 3.75 sm í þvermál, þykkt mest 1.75 sm, þvermál gats 0.9 sm.
35. Heinarbrýnisbrot (Þjms. 1974: 210, mynd 5,6), úr brúnleitum sandsteini. Ávalt, mjókkar í
endann sem af er brotið, sem er þó varla mikið. Gatið er á þykkari endanum. Lengd 3.65
sm; flísast hefur utan af breiðari endanum, sem hefur líklega verið 0.8 sm að breidd; breidd
neðst 0.5 sm, þvermál gats 0.3 sm.
36. Eldtinnumoli (Þjms. 1974: 211, mynd 6,4), ljósbrúnn. Mest haf 3.1 sm, þykkt 1.2 sm.
37. Snældusnúður (Þjms. 1974: 212), brotinn, úr klébergi, ljósgrár, eyddur og sléttur. Þvermál
mest 2.7 sm, sem er minna en helmingur snúðsins, en hann hefur varla verið mikið stærri;
þykkt við gatið 0.85 sm. Gatið er mjög eytt, en hefur verið um 0.7 sm í þvermál.
38. Perla (Þjms. 1974: 222, mynd 8,2), heldur minna en hálf, úr svörtu gleri, með hvítum rák-
3