Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 193
196 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
rifu þau þá gamla fjósið, en viðir úr því voru notaðir til að endursmíða eldhús
í Selinu.
Hafizt var handa um viðgerð kirkjuturnsins á Grund í Eyjafirði og þurfti
mikið að gera við hann þar sem hann var illa farinn af fúa, mun verr en álitið
var í upphafi. Allar máttarstoðir voru ónýtar af fúa og klæðning einnig. Var
lokið við efsta hluta turnsins og spírurnar og var þar með viðgerð þessarar
merku kirkju komin á góðan rekspöl. Sverrir Hermannsson húsasmiður sá um
þessa viðgerð eins og áður, en viðgerðin var að miklu leyti unnin fyrir fé úr
Þjóðhátíðarsjóði, þeim hluta, sem safnið fékk í sinn hlut.
Steyptur var grunnur að Hjarðarholtskirkju á austurhlið, en safnið hefur
hönd í bagga með viðgerð hennar, en hún er ein af krosskirkjum þeim, er
Rögnvaldur Ólafsson teiknaði.
Viðgerð Nesstofu miðaði nokkuð á árinu, sett var að nýju þaksúð á vestur-
hlið og brotið ofan af útbyggingunni að norðan. Síðan var sett timburþak
ofan á útbygginguna og múrað upp í glugga, sem ekki var upphaflegur.
Byggðasöfn
Til byggðasafna voru veittar á árinu 680 þús. kr. á fjárlögum sem skiptist í
gæzlulaun og byggingarstyrki, svo og viðgerðarstyrki til einstakra húsa
annarra. Skiptust hinir síðarnefndu þannig:
Byggðasafn Akraness og nærsveita, kr. 40 þús., til viðgerðar kútters Sigur-
fara kr. 15 þús., til Norska hússins í Stykkishólmi kr. 20 þús., til Byggðasafns
Dalamanna kr. 10 þús., til Byggðasafns Vestur-Barðastrandarsýslu, Hnjóti,
kr. 10 þús., til Minjasafnsins á Akureyri, kr. 30 þús., til Byggðasafns Austur-
Skaftfellinga, Höfn, kr. 10 þús., til Byggðasafns Rangæinga og Vestur-Skaft-
fellinga, kr. 10 þús., til Byggðasafns Árnessýslu, vegna húss yfir skipið Far-
sæl, kr. 5 þús., til viðgerðar Verzlunarhússins í Ólafsvík, kr. 5 þús., til
viðgerðar Faktorshúss í Neðstakaupstað á ísafirði, kr. 20 þús., til viðgerðar
Gömlu-búðar á Eskifirði, kr. 10 þús., til Heimilisiðnaðarsafns á Blönduósi,
kr. 5 þús., til Byggðasafns Suðurnesja, kr. 5 þús., til viðgerðar Þingeyra-
kirkju, kr. 6 þús., til viðgerðar Vallakirkju í Svarfaðardal, kr. 6 þús., til við-
gerðar Saurbæjarkirkju á Rauðasandi, kr. 10 þús., til viðgerðar Staðarbakka-
kirkju i Miðfirði, kr. 10 þús., til viðgerðar Bjarnarhafnarkirkju, kr. 20 þús.,
til viðgerðar Hjarðarholtskirkju, kr. 15 þús., til viðgerðar Möðruvallakirkju í
Eyjafirði, kr. 10 þús., til viðgerðar Grundarkirkju í Eyjafirði, kr. 24,8 þús.
Afgangur fjárins var veittur til greiðslu gæzlulauna við byggðasöfnin.
Fá nýmæli eru frá byggðasöfnunum, en á Laugum fékk Byggðasafn Dala-
manna aukið húsrými í kjallara skólans þar sem komið var upp sýningarher-
bergi fyrir ýmsa húsmuni. Frumdrög voru gerð að byggingu fyrir Minjasafn