Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 114
118
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
H — Upphlutur (sem getur nokkurn veginn samsvarað reimuð-
um bol) er festur við innra pilsið;
I — Treyja og á hana saumaður kraginn, merktur B;
K — Nærpilsið eða klukkan;
L — Sokkarnir, þeir eru ýmist bláir eða rauðir;
M — Skórnir eins og þeir tíðkast nú; áður fyrr voru þeir skó-
smiðs verk, og spennur á;
N — Ermahnappar;
O — Belti til að halda uppi svuntunni, merktri E;
III. Nokkrar athugasemdir
Bréf Bjarna Pálssonar er i ýmsu merkileg heimild. í fyrsta lagi er það elsta
heimild um brúðu í íslenskum búningi, og jafnframt elsta þekkta ritheimildin
um ákveðna brúðu hérlendis. Um dúkkur almennt er höfundi kunnugt um
tvær eldri ritheimildir íslenskar, báðar um orðið brúöa, aðra í latnesk-ís-
lenskri orðabók Jóns Árnasonar frá 1738,4 hina, frá svipuðum tima, í orða-
bókarhandriti Jóns Ólafssonar frá Grunnavík,5 en engar slíkar munu hafa
varðveist hér á landi eldri en frá seinni hluta 19. aldar nema mjög einföld tré-
brúða sem fannst í uppgrefti við Suðurgötu í Reykjavík fyrir tæpum áratug.6
í öðru lagi gefur skrá sú um brúðufötin sem bréfinu fylgir nokkrar upplýs-
ingar um klæðnað hér á landi og orð þar að lútandi, sem áður lágu ekki vel
ljóst fyrir. Til dæmis er orðið upphlutsfat þar greinilega notað sérstaklega um
undirpils áfast við upphlut, samanber liði G og H í upptalningunni, en ekki
um undirpils/pils ásamt áföstum upphlut svo sem áður var vitað af heimild
frá 1835, þar sem skráð var upphlutsfat með tíu silfurmillum.7 Við athugun
enn tveggja heimilda, frá 1811 og 1870, sem nú liggja fyrir um þetta orð —
báðar fengnar af seðlum í Orðabók háskólans — er seinni merkingin ótvíræð í
öðru tilvikinu þar sem skráð er upphlutsfat með koparmillum, en fyrri merk-
ingin sennilegri í hinu síðara þar sem upphlutsfat er sagt ólagt, upphluturinn
lagður.8
Fróðlegt er og að sjá í skránni að nærpils nefnt klocke hafi þá þegar verið í
notkun á íslandi; einnig er athyglisvert að konur hafi þá, að minnsta kosti á
stundum, klæðst þremur pilsum samtímis. Var höfundi ekki áður kunnugt um
heimildir um fyrra atriðið, og um hið síðara hafa heimildir virst óljósar, jafn-
vel ósamhljóða9. Nánari könnun nú leiddi í Ijós að til er annað íslenskt dæmi
frá 18. öld en aðeins yngra um tilsvarandi klæðnað — að vísu einnig fram sett
á dönsku. Er það að finna í lýsingu Skúla Magnússonar fógeta á Gullbringu-
og Kjósarsýslu frá 1785, og eru konur þar sagðar vera í prjónaðri