Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1982, Blaðsíða 79
HELGIMYNDIR ÚR TVEIM HANDRITUM
83
7. mynd. Bodleian Library, Oxford MS Douce 50, f. XXII. Síðari hluti 13. aldar. Heilagur andi
kemur yfir postulana (hvítasunna). Ljósm. Bodleian Library.
Á blaði lOv í De la Gardie eru tvær myndir, hvor upp af annarri, en tengdar
saman með stéli dúfunnar. Efri myndin sýnir Himnaför Krists, en sú neðri
Hvítasunnu, eða þegar heilagur andi kemur yfir postulana í dúfu líki.
Þó að mér finnist myndirnar á blaði lOr í De la Gardie mjög athyglisverðar,
þá fer það ekki milli mála, að myndirnar tvær á blaði lOv (5. mynd) urðu fyrst
og fremst kveikjan að þessum skrifum. Þar sá ég i fyrsta sinn á mynd í
íslensku handriti Himnaför Krists og heilagan anda koma yfir postulana.
Myndir þessar hafa að sjálfsögðu verið gerðar eftir eldri fyrirmyndum. En
aðallega er það myndin af himnaförinni, sem athygli mín beindist að, því að
hér er komin mynd af þessum atburði eftir hinni ensku fyrirmynd: ,,hinn
hverfandi Kristur“ (6. mynd).
Á efri myndinni standa postularnir tólf, nokkrir þeirra með einkenni sín,
ásamt Maríu mey, og horfa og benda upp að nöktum fótum og kjólfaldi fyrir
ofan, ,,og meðan hann var að blessa þá, skildist hann frá þeim og varð upp-
numinn til himins“ (Lúkas XXIV, 50). Meyer Schapiro segir í hinni merku rit-
gerð sinni „The Image of the Disappearing Christ“: ,,It is this reference to the